is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12544

Titill: 
  • Lokadansinn : áherslur í félagsstarfi eldri borgara í dag og í framtíðinni
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi er eigindleg rannsókn þar sem tekin eru viðtöl við formann og fyrrverandi formann í félögum eldri borgara og aðila frá Landssambandi eldri borgara. Markmið rannsóknarinnar var að skoða starfsemi félaganna í dag og hvernig þeir sem þar standa í forystu telja að starfsemin muni þróast í framtíðinni. Verður félagsstarfið vettvangur þar sem eldri borgarar sækja sér félagsskap, fræðslu, hreyfingu og skemmtun eða verða hagsmunamál félagsmanna það sem félagsstarfið mun snúast um í framtíðinni. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að góð þátttaka er í félagsstarfinu og félagsmönnum hefur fjölgað. Áherslur á hagsmunamálin hafa verið að aukast og töldu viðmælendur að svo yrði áfram. Undirstaðan er þó ánægja þátttakendanna. Félögin leggja því mikla áherslu á að bjóða uppá fjölbreytt tómstundaframboð þar sem saman fer skemmtun og fræðsla. Töldu viðmælendur að í framtíðinni yrði tómstundaframboðið með svipuðu sniði, en gæti breyst í takt við nýja þátttakendur. Ég tel að í framtíðinni verði mikil þörf fyrir öflug félög eldri borgara. Lítið er um rannsóknir á þátttöku eldri borgara í tómstundastarfi , því eru margir þættir þar sem áhugavert væri að rannsaka í framtíðinni. Von mín er að þessi ritgerð geti vakið áhuga einhvers á frekari rannsóknum.

Samþykkt: 
  • 5.7.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12544


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sniðmát meistaraverkefnis H2.pdf646.78 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna