ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Menntavísindasvið >B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12545

Titill

Ég lærði að tala meira : um skóla- og ungmennabúðir og upplifun nemenda af dvöl sinni þar

Skilað
Júní 2012
Útdráttur

Skóla- og ungmennabúðir eiga sér ekki langa sögu á Íslandi. Hér á landi eru starfræktar skólabúðir að Reykjum í Hrútafirði og ungmenna- og tómstundabúðir að Laugum í Sælingsdal. Skóla- og ungmennabúðirnar starfa hluta af ári, á sama tíma og grunnskólarnir, og er starfsemi slíkra búða víða þekkt í heiminum. Í ritgerðinni er fjallað um skóla- og ungmennabúðirnar almennt ásamt helstu kenningum sem tengjast starfseminni svo sem reynslu- og ævintýranám. Einnig er fjallað um unglingsárin, sjálfstraust og samskipti. Aðalmarkmið ritgerðarinnar er að athuga hvernig dvöl í ungmenna- og tómstundabúðunum hafi áhrif á samskipti unglinga. Höfundur ritgerðarinnar varði vettvangsnámi sínu í Ungmenna- og tómstundabúðunum að Laugum í Sælingsdal og framkvæmdi rannsókn á meðal nemenda og umsjónarkennara þeirra á meðan á því stóð. Rannsóknin og niðurstöður hennar eru til umfjöllunar í ritgerðinni.

Samþykkt
5.7.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
BAritgerd.RakelJonsdottir.pdf1,84MBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna