ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Menntavísindasvið >B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12564

Titill

Tölutrítlarnir 10 : námsefni til að styðja við þróun talnaskilnings

Skilað
Júní 2012
Útdráttur

Lokaritgerð þessi er unnin til B.Ed.-gráðu í leikskólakennarafræðum. Umfjöllunarefnið er námsefni sem höfundur ritgerðarinnar hannaði sem stuðningstæki fyrir börn við þróun talnaskilnings síns og hlaut námsefnið nafngiftina Tölutrítlarnir 10.
Helstu hugtökin sem tæpt er á í ritgerðinni eru fyrst og fremst stærðfræði og talnaskilningur og þroski hans hjá börnum á leikskólaaldri. Numicon hugmyndafræðinni er gerð skil ásamt því hvernig nýta má það námsefni í leikskólastarfi. Þessir þættir er grunnurinn af hugmyndafræðinni sem námsefnið Tölutrítlarnir 10 byggir á. Hugmyndin er að börn þrói talnaskilning sinn í gegnum leik með trítlana. Í því skyni er sjónum beint að kennslufræðilegum leik og honum eru gerð skil. Námsefnið samanstendur af kennsluleiðbeiningum og litlum trítlum sem eru hannaðir til að vinna með tölurnar frá 1 til 10. Í kennsluleiðbeiningunum eru kynntar leiðir til að vinna með tölur og er byggt á hugmyndum um notkun Numicon-námgagnanna. Markmið eru sett fram með hverju viðfangsefni og kynntar aðferðir sem beita má í leikskólum. Greint er frá hugmyndum um skipulag, framvindu lýst, námsgögn kynnt sem og hugmyndir um námsmat.

Samþykkt
9.7.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Tölutrítlarnir tíu... .pdf1,27MBLokaður Heildartexti PDF