is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12567

Titill: 
  • Það er gaman að læra stærðfræði : könnunaraðferðin notuð í stærðfræðinámi leikskólabarna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þetta lokaverkefni er til B.Ed. gráðu í leikskólakennarafræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Tilgangur verkefnisins er að setja fram hugmyndir um hvernig hægt er að nota stærðfræði í vinnu með leikskólabörnum. Gert er greint fyrir að í leikskóla er unnið með stærðfræði á fjölbreyttan hátt og má finna stærðfræðileg viðfangsefni á öllum námssviðum leikskólans. Stærðfræði er allt í kringum okkur og leikskólabörn læra stærðfræði af því þeim finnst hún skemmtileg og spennandi. Hægt er að tengja hana við nám úti og inni. Meðal annars fást leikskólabörn við talningu og fjölda með því að telja og bera saman. Þau fást við rúmfræði og læra um rými og ýmis form. Þau nota rökhugsun og þjálfa hana með því að flokka og leysa verkefni. Farið er yfir hvað könnunaraðferðin felur í sér, en hún hentar vel til að nota í stærðfræðinámi leikskólabarna. Könnunin tekur mið af áhuga barnanna og þau vinna á eigin forsendum. Hér er hugmyndabanki með fjórum viðfangsefnum; bátar, fjaran, form og hrafninn, sem sett eru upp út frá könnunaraðferðinni. Innan þeirra má sjá hvernig hægt er að nota stærðfræði í vinnu með leikskólabörnum í tengslum við viðfangsefnin.

Samþykkt: 
  • 9.7.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12567


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokaverkefni eyrun.pdf756.86 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna