is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12577

Titill: 
  • Útikennsluverkefni fyrir miðbæ Hafnarfjarðar : verkefnasafn
  • Útikennsluverkefni fyrir miðbæ Hafnarfjarðar : greinargerð með verkefnasafni um útikennslu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Útivera og hreyfing barna er einn af grundvallarþáttum í heilbrigði einstaklingsins. Hreyfing og útivera hafa í för með sér ánægju og gleði. Miklu skiptir að börn fái tækifæri til að hreyfa sig frjáls og óþvinguð á útisvæði og fái þannig tækifæri til að læra í gegnum leik, skilja umhverfi sitt og kynnast því.
    Þessu lokaverkefni er skipt upp í tvo hluta, annars vegar er það verkefnasafn sem í eru kennsluleiðbeiningar fyrir kennara og hins vegar er þessi greinargerð. Verkefnasafnið skýrir á hvaða hugmyndafræði verkefnin eru byggð og framsetningu þeirra. Í verkefnasafninu eru 23 verkefni sem ganga út á það að auka víðsýni barna, kenna þeim á nærumhverfið og gera þau fær um að ganga um náttúruna og læra að bera virðingu fyrir henni. Verkefnasafnið byggist á Aðalnámskrá leikskóla (Mennta- og menningarmálaráðuneytið, 2011, bls. 29 – 30) en þar er kveðið á um að börn eigi að tileinka sér heilbrigða lífshætti, læra um og skilja umhverfið, geta leitað lausna og spurt spurninga. Þau verkefni sem hér eru kynnt hafa verið aðlöguð að svæðinu í kringum miðbæ Hafnarfjarðar. Margar hugmyndanna hafa fylgt mér í gegnum starf mitt og koma víða að. Sumt hefur orðið til í vinnu minni með börnum og annað hef ég tileinkað mér í gegnum starf mitt en stundum getur reynst erfitt að aðgreina hvaðan verkefnin eru sprottin. Heimilda er getið eftir bestu vitund og vitnað í þær samhliða verkefnunum.
    Greinargerðin er byggð þannig upp að í fyrstu er gerð grein fyrir hugtökunum útinám og útikennsla. Þá er fjallað um nærumhverfið og mikilvægi þess í þroska barnsins, ásamt daglegri hreyfingu fyrir börn. Fjallað er um kenningar þriggja fræðimanna um nám og þroska barna. Þessir fræðimenn eru þeir Jean Piaget, Lev Vygotsky og John Dewey. Kynnt er svokölluð könnunaraðferð og skoðað hvernig hún fer saman við hugmyndir fræðimannanna þriggja. Að síðustu er fjallað um hlutverk kennarans í útinámi og með hvaða hætti hann getur náð sem bestum árangri.
    Tilgangurinn með þessu verkefnasafni er að auðvelda kennurum að nýta sér betur þann mikla auð sem náttúra og umhverfi búa yfir til útikennslu. Aukinheldur er þessu verkefnasafni ætlað að gera börnin læs á umhverfi sitt.

Samþykkt: 
  • 10.7.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12577


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Verkefnasafn_netutgafa.pdf2.94 MBLokaður til...25.03.2058HeildartextiPDF
Greinargerd_netutgafa.pdf4.33 MBLokaður til...25.03.2058GreinargerðPDF