ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Menntavísindasvið >B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12579

Titill

Stærðfræði í lífi leikskólabarna : inntak stærðfræðináms ungra barna

Skilað
Júní 2012
Útdráttur

Ritgerð þessi, Stærðfræði leikskólabarna – Inntak stærðfræðináms leikskólabarna, er lokaverkefni til B.Ed. – gráðu í leikskólakennarafræðum við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Vægi verkefnisins er 10 ECTS-einingar.
Markmið mitt með verkefninu var að kynna mér hvaða stærðfræði börn glíma við í dagsins önn og hvort mikill munur sé á stærðfræðihugmyndum og viðfangsefnum í leikskólum hér á landi og í Noregi. Hugmyndin að verkefninu kviknaði eftir að hafa starfað í mörg ár í leikskóla þar sem unnið er sérstaklega með elstu börnum í svokölluðum „elstu barna verkefnum“. Þar sem þau eru með mjög fjölbreyttu sviði ákvað ég að fjalla einungis um stærðfræðinám barna í leikskólum. Í þessari ritgerð er lýst hvernig börn á leikskólaaldri glíma við stærðfræðileg viðfangsefni í daglegum athöfnum í leikskólanum og hvernig leikskólakennarar geta nýtt þau tækifæri sem gefast til stærðfræðilegra viðfangsefna. Einnig er fjallað um helstu inntaksþætti í stærðfræðinámi barna og greint frá tíu mikilvægum atriðum sem leikskólakennarar þurfa að hafa í huga þegar kenna á ungum börnum stærðfræði.
Ég skoðaði tvo leikskóla, einn íslenskan og einn norskan, og kannaði hvernig unnið væri með stærðfræði þar. Leikskólarnir tveir eru afar ólíkir en þó eru leikskólakennararnir í báðum leikskólunum meðvitaðir um þá stærðfræði sem börnin glíma við í dagsins önn. Þó má sjá ólíkar áherslur í umfjöllun um leikskólana þar sem í þeim norska var meira fjallað um stærðfræði út frá sjónarmiðum sérkennslu og í þeim íslenska var fengist við fjölþjóðastærðfræðiverkefni sem leikskólinn tók þátt í.
Í leikskólum er mikil áhersla lögð á leik barna en leikurinn er börnunum sjálfsprottinn. Í gegnum leikinn fá börnin tækifæri til þess að rannsaka og vinna út frá eigin hugmyndum en börn á leikskólaaldri fást mikið við stærðfræði í leik og starfi.

Samþykkt
10.7.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Stærðfræðinám í lí... .pdf474KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna