ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Menntavísindasvið >B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12580

Titill

Matarmenntun barna : í ljósi sjálfbærni og hugmynda Reggio Emilia

Skilað
Júní 2012
Útdráttur

Lokaverkefnið fjallar um leiðir barna að námi, sem styðjast við hugmyndafræði Reggio Emilia, sjálfbærni og Slow Food, í lýðræðislegu ljósi. Unnið er með það að markmiði, að efla skilning kennara á mikilvægi þess að fræða börn um heilbrigt líferni og hjálpa þeim að öðlast frekari meðvitund um þann mat sem þau leggja sér til munns, með hliðsjón af kennsluaðferðum Reggio Emilia-skólanna, sjálfbærni og hugmyndum Slow Food-samfélagsins. Efnis er aflað með lestri á greinum, vefsíðum og bókum, sem höfundar telja hafa lagt grunninn að aðferðum Reggio Emilia, sjálfbærni og Slow Food. Með lengri viðveru barna í leikskólum telja höfundar að frekari áherslu verði að leggja á matarmenntun og matarmenningu innan skólans. Heilbrigði og velferð barnsins er veigamikill þáttur í leikskólalífinu og reynt er að taka tillit til þessa þáttar í lokaverkefninu. Efni lokaverkefnis höfunda er sett fram í formi vefsíðu, sem gegnir þeim tilgangi að stuðla að bættri vitund um þá þætti sem fjallað er um í greinargerðinni, það er að segja hugmyndafræði Reggio Emilia, sjálfbærni og Slow Food.

Samþykkt
10.7.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
lokaverkefniUndirr... .pdf873KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna