is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12582

Titill: 
  • Matur er mannsins megin : matarvenjur og uppskriftir frá Austurlandi
  • Uppskriftahefti fjölskyldunnar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Matarvenjur Íslendinga hafa breyst talsvert á undanförnum tveimur áratugum. Ástæðuna mætti meðal annars rekja til meiri samgangs milli þjóða og því auðveldara að afla sér upplýsinga, hráefna og uppskrifta annars staðar frá og einnig vegna þess að Íslendingar hafa minni tíma til að sinna eldamennsku en áður. Á síðasta áratug urðu framandi fæðutegundir algengari þegar fólk hafði meira fé á milli handanna. Vegna þessara breytinga er mikilvægt að skrá niður þær venjur og uppskriftir sem mótuðu síðustu kynslóðir.
    Ég leitaði í ættarsögu mína eftir efnivið fyrir lokaverkefni mitt við menntavísindasvið Háskóla Íslands í þeirri von að verkefnið nýttist komandi kynslóðum til að viðhalda íslenskum hefðum í matargerð. Verkefnið skiptist í greinargerð og uppskriftahefti en hvoru tveggja er ætlað að varpa ljósi á þær matarvenjur sem tíðkuðust á Austurlandi frá 1920 til síðari hluta aldarinnar. Í greinargerðinni er frásögn tveggja kvenna sem eru báðar fæddar fyrir 1925 en þær ólust upp við matreiðslu og matarvenjur á tímum þar sem fæðuval var fábrotið. Konurnar upplifðu síðan þær breytingar sem urðu þegar seinni heimstyrjöldin skall á og þegar tími tækniþróunar og flutningsframfara átti sér stað fram eftir öldinni. Að auki er uppruna uppskrifta í prentuðu formi á Íslandi gerð skil en þrátt fyrir margra alda búsetu á Íslandi þá eru elstu útgefnu heimildirnar ekki nema rúmlega 100 ára gamlar. Í uppskriftaheftinu er síðan uppskriftum frá þeim báðum ásamt öðrum nauðsynlegum uppskriftum í hvers manns búskap gerð skil í máli og myndum.

Samþykkt: 
  • 10.7.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12582


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Uppskriftahefti.pdf424.97 kBLokaður til...21.04.2083FylgiskjölPDF
Greinargerð_Heimildaskrá.pdf87.86 kBOpinnHeimildaskráPDFSkoða/Opna
Greinargerð_Efnisyfirlit.pdf51.44 kBOpinnEfnisyfirlitPDFSkoða/Opna
Greinargerð.pdf216.62 kBLokaður til...21.04.2083GreinargerðPDF