is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12583

Titill: 
  • Bráðger börn og íslenska skólakerfið
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Rúm þrjátíu ár eru liðin frá því að tilraunir til markvissra aðgerða í þágu bráðgerra barna komu í fyrsta skipti á borð yfirvalda fræðslumála á Íslandi. Hér er farið yfir sögu þessara mála allt frá því Námsefnisráðgjöfinni var komið á fót árið 1981.
    Byrjað er á fræðilegum kafla þar sem hópurinn bráðger börn er skilgreindur. Í ljós kemur að um er að ræða venjuleg börn sem skera sig úr hópnum vegna óvenju mikilla hæfileika á einhverju sviði. Þau ganga í gegnum sams konar erfiðleika, áskoranir og sigra æskunnar og ævinnar eins og aðrir. Þau upplifa engu minna af persónulegum áföllum og vonbrigðum heldur en hin sem ekki teljast til þessa hóps. Bráðger börn þurfa verulega á aðstoð og liðsinni skólakerfisins að halda eigi þau að ná fram sínu besta, sjálfum sér og samfélaginu til heilla.
    Fræðsluyfirvöld hafa með liðstyrk nokkurra áhugasamra einstaklinga um málefni bráðgerra barna veitt nokkra þjónustu. Þessi úrræði hafa þó aðallega verið í formi námskeiða sem haldin hafa verið utan hefðbundins skólatíma. Starfshópur á vegum Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur kom fram með tillögur og hugmyndir um aðgerðir árið 2004. Þær aðgerðir beindust að því að bjóða bráðgerum nemendum úrræði innan ramma hefðbundins skólastarfs. Nú, tæpum tíu árum síðar, verður ekki séð að það hafi gengið eftir nema að litlu leyti.

Samþykkt: 
  • 10.7.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12583


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ragna Freyja Gísladóttir - Bráðger börn.pdf512.6 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna