is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12606

Titill: 
  • Heimsálfurnar : námsspil í landafræði og sögu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Lokaverkefnið byggir á námsspili sem hefur hlotið nafnið Heimsálfurnar og er hugsað sem námsgagn í landafræði og sögu. Markhópurinn er nemendur á efsta stigi grunnskóla og er spilið unnið með markmið aðalnámskrár grunnskóla til hliðsjónar. Spilið getur þó nýst nemendum á öðrum stigum grunnskóla sem og almenningi. Byggt er á námsefni sem nemendur á unglingastigi eru að fást við en einnig áhugaverðum upplýsingum af Netinu. Námsspilið er borðspil með fjölbreyttum spurningum, orðskýringaspjöldum og örlagaspjöldum. Nemendur þurfa að ferðast til allra heimsálfanna og safna „stjörnum“ en sá sem er fyrstur að ná tilgreindum stjörnufjölda í öllum heimsálfunum vinnur spilið. Eftir að hafa prófað spilið með fjórum ungmennum á unglingastigi í grunnskóla var því breytt sem betur mátti fara og útkoman var spilið eins og það lítur út í dag.
    Hægt er að nýta námsspil með ýmsum hætti. Þau eru meðal annars notuð til að kveikja áhuga nemenda, til upprifjunar og til að þjálfa ákveðin efnisatriði. Helsta markmið spilsins er að efla landafræði- og sögukunnáttu nemenda. Einnig á það að kenna nemendum að vinna saman í hóp og hafa gaman af því að læra. Námsspil er góð leið til að brjóta upp hefðbundna kennslu og til að fá nemendur til að skemmta sér meðan nám fer fram.

Samþykkt: 
  • 12.7.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12606


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni Heimsálfurnar.pdf1.89 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna