ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Menntavísindasvið >B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12609

Titill

Leikurinn er lífstjáning barnsins : að iðka stærðfræði í gegnum leik

Skilað
Júní 2012
Útdráttur

Þessi greinagerð er lokaverkefni til B.Ed. prófs í grunnskólakennaradeild Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Markmið okkar var að skoða hvernig hægt er að flétta leik inn í stærðfræðikennslu nemenda á yngsta stigi grunnskólans. Nemendur þekkja leikinn sem námsleið úr leikskóla og því tilvalið að nýta þá þekkingu sem þau búa yfir og byggja ofan á hana. Með því að nota leik á yngsta stigi grunnskólans ættu nemendur að upplifa samfellu milli skólastiganna sem ætti að gera nám þeirra ánægjulegra. Hlutverk kennara er að útbúa hvetjandi námsumhverfi sem nemendur nýta sér við þekkingarleit sína. Nemandi ætti með þessum kennsluháttum að upplifa stærðfræðinám sem leik út frá sínu þroskastigi. Með greinagerðinni er handbók sem er hugsuð fyrir kennara sem kenna nemendum á yngsta stigi grunnskólans stærðfræði. Í handbókinni eru stærðfræðileikir sem kennarar geta notað í kennslu, markmið með hverjum leik og námsmatshugmyndir.

Athugasemdir

Lokaverkefni til B.Ed.-prófs

Samþykkt
12.7.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Leikjahandbók.pdf3,17MBOpinn Fylgiskjöl PDF Skoða/Opna
Leikurinn er lífst... .pdf538KBOpinn Greinargerð PDF Skoða/Opna