ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Akureyri>Viðskipta- og raunvísindasvið>B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1261

Titill

Flutningur og geymsla á uppsjávarfiski frá veiðum til vinnslu í landi

Útdráttur

Verkefnið fjallar um flutning og geymslu á uppsjávarfiski frá veiðum til vinnslu í
landi.
Til að byrja með er fjallað um þætti sem eru notaðir til að meta gæði hráefnis, sem eru
upplausn hráefnis, magn reikulla köfnunarefnissambanda í hráefni og magn frírra
fitusýra í hráefni. Skoðuð verða þau atriði sem hafa áhrif á gæðin sem eru áta í
hráefni, hitastig sjávar, geymslutækni, geymslutími, hitastig við geymslu, þrifnaður á
öllu sem kemst í snertingu við hráefnið o.fl.
Skoðað er hvaða áhrif mismunandi veiðarfæri og dælubúnaður hafi á hráefnið.
Veiðarfærin eru nót og flottroll. Það eru notaðar tvær tegundir af fiskidælum,
vakumdæla og miðflóttaaflsdæla sem hafa misgóð áhrif á hráefnið.
Aðalatriðið í þessu verkefni er geymsla og flutningur á aflanum um borð í skipi og
verður gerður samanburður á mismunandi kælikerfum sem notuð eru til þess.
Kælikerfin eru RSW kerfi (Refrigerared Sea Water System), CSW kerfi (Chilled Sea
Water System), krapaískerfi (Slush Ice System) og vökvaískerfi (Liquid Ice System).
Hvert þessara kerfa hefur sína kosti og galla og verður gerð grein fyrir þeim, m.t.t.
hráefnis.
Farið verður í útreikninga á hve mikils afls er þörf við að kæla afla um borð í
uppsjávarveiðiskipi. Að síðustu er könnuð arðsemi þess að bæta kæligetuna um borð
í því, með því að bæta við RSW kerfið, sem fyrir er því, eitt af eftirfarandi þremur
kerfum: CSW kerfi, krapaískerfi eða vökvaískerfi. Niðurstaðan gefur vísbendingar
um að það sé arðbært að bæta krapaískerfi við RSW kerfið þar sem betri kæliafköst
nást, og aukið skilaverð fæst því fyrir aflann.

Athugasemdir

Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri

Samþykkt
1.1.2003


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Dagur Björn Agnars... .pdf176KBOpinn Flutningur - efnisyfirlit PDF Skoða/Opna
Dagur Björn Agnars... .pdf187KBOpinn Flutningur - heimildaskrá PDF Skoða/Opna
Dagur Björn Agnars... .pdf1,1MBTakmarkaður Flutningur - heild PDF  
Dagur Björn Agnars... .pdf105KBOpinn Flutningur - útdráttur PDF Skoða/Opna