is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12612

Titill: 
  • Verkefnasafn í samfélagsgreinum : fyrir kennara og kennaranema á unglingastigi grunnskóla
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Verkefnasafn þetta er lokaverkefni mitt til B.Ed. gráðu úr Grunnskólakennarafræðum við Menntavísindasvið Háskóla Íslands vorið 2012.
    Við gerð verkefnasafnsins hafði ég til hliðsjónar lokamarkmið námskrár í samfélagsgreinum frá 2007, drög að námskrám í samfélagsgreinum og náttúrugreinum sem eru í mótun en einnig nýjan almennan hluta aðalnámskrár árið 2011 þar sem kynntir eru sex grunnþættir menntunar og hæfniviðmið. Framsetning verkefnasafnsins byggir á hugmyndum og kenningum fræðimannanna Lev Vygotsky, John Dewey og Benjamin Bloom og félaga. Því er í verkefnunum gert ráð fyrir að kennarinn sé ávallt til staðar til að leiðbeina og hvetja nemendur áfram, fremur en að hlýða þeim yfir, og að nemendur vinni saman og eigi samtal um viðfangsefnin og mögulega lausn þeirra svo þeir geti miðlað fróðleik og skilningi sín á milli. Þannig er gert er ráð fyrir að nemendur fái að læra á eigin forsendum undir leiðsögn og aðstoðar kennara eða getumeiri nemenda. Við mótun verkefnanna voru valin viðfangsefni og vinnulag sem stuðlar að því að nemendur láti sig varða samferðafólk sitt og umhverfið sem þeir lifa í.

Athugasemdir: 
  • Verkefnasafnið það sem þessi greinargerð fjallar um er ætlað kennurum og kennaranemum í vettvangsnámi í samfélagsgreinum. Verkefnin eru þemaverkefni og eru þau ætluð fyrir unglingastig í grunnskólum og má útfæra að vild eftir stærð nemendahópa og aðstæðum hverju sinni. Meginmarkmið þeirra er að stuðla að menntunar til sjálfbærni.Framsetning verkefnasafnsins byggir á hugmyndum og kenningum fræðimannanna Lev Vygotsky, John Dewey og Benjamin Bloom. Því er í verkefnunum gert ráð fyrir að kennarinn sé ávallt til staðar til að leiðbeina og hvetja nemendur áfram, fremur en að hlýða þeim yfir, og að nemendur vinni saman og eigi samtal um viðfangsefnin og mögulega lausn þeirra svo þeir geti miðlað fróðleik og skilningi sín á milli. Þannig er gert er ráð fyrir að nemendur fái að læra á eigin forsendum undir leiðsögn og aðstoðar kennara eða getumeiri nemenda. Við mótun verkefnanna voru valin viðfangsefni og vinnulag sem stuðlar að því að nemendur láti sig varða samferðafólk og umhverfi sitt.
Samþykkt: 
  • 13.7.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12612


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni_Elinborg_Asdis_Arnadottir.pdf739.67 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna