ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Menntavísindasvið >B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12617

Titill

Spilað með listamönnum

Leiðbeinandi
Skilað
Maí 2012
Útdráttur

Námsspil er hægt að nota á margvíslegan hátt í skólastarfi til að auka fjölbreytni í kennslu og kenna ákveðin þekkingaratriði. Námsspil eru einnig notuð sem hluti af heildstæðum verkefnum þar sem hinar ýmsu námsgreinar eru tengdar saman á einn eða annan hátt (þemanám).
Hér á eftir er leitast við að lýsa heildstæðu kennsluverkefni í stuttu máli þar sem námsspil er annars vegar lagt fyrir nemendur sem kveikja að frekara námi og hinsvegar notað eitt og sér til að auka fjölbreytni í skólastarfi. Námsspilinu er lýst nákvæmlega, gerð þess og notkun. Spilað með listamönnum er námsspil þar sem nemendur leika sér að myndum af nútímalistaverkum eftir danska listamenn.
Í allri kennslu ber kennara að hafa ákveðna grunnþætti að leiðarljósi. Grunnþættirnir eru læsi, sjálfbærni, heilbrigði og velferð, lýðræði og mannréttindi og sköpun. Námsspilið Spilað með listamönnum byggir á þessum grunnþáttum. Verkefnið er stutt með fræðilegum bakgrunni kenninga Howards Gardners um fjölgreindir og kennslufræðihugmyndum Lucas og Claxton og ennfremur er vitnað í John Dewey.
Helstu niðurstöður sem dregnar eru fram í þessari greinargerð eru að fjölbreytni í kennsluháttum byggja á fræðilegum grunni og námsspil eru dæmi um fjölbreytileika í skólastarfi.

Samþykkt
13.7.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Bryndís Sveinsdóttir.pdf3,37MBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna