ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Menntavísindasvið >B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12622

Titill

Tilhögun námsmats og endurgjafar í hönnun og smíði : athugun í íslenskum grunnskólum

Skilað
Júní 2012
Útdráttur

Námsmat er mikilvægur þáttur í skólastarfinu. Megintilgangur námsmats er að leiðbeina nemendum við námið og fylgjast með stöðu þeirra í náminu. Nota skal námsmat til að stuðla að námshvatningu og til viðmiðunar fyrir áframhaldandi nám. Hér verður fjallað um námsmat, námsmatsaðferðir og endurgjöf og því fléttað saman við námsgreinina Hönnun og smíði. Gerð var megindleg athugun í grunnskólum landsinsmeð aðstoð spurningalista en markmið hennar var að skyggnast inn í hönnunar- og smíðastofur skólanna og fá tilfinningu fyrir því hvernig námsmati væri háttað í greininni. Markmið athugunarinnar var að leita svara við rannsóknarspurningunni: Hvernig er námsmati og endurgjöf háttað í kennslu í Hönnun og smíði, í íslenskum grunnskólum? Rannsóknarspurningin felur í sér þrjár undirspurningar sem snúa að notkun námsmatsaðferða, hvaða matsþætti lögð væri áhersla á og hvernig endurgjöf færi fram. Niðurstöður athuguninnar sýna að frammistöðumat og símat eru mest notuðu námsmatsaðferðirnar innan Hönnunar og smíði. Þeir matsþættir sem kennarar og leiðbeinendur leggja mest uppúr eru sjálfstæði nemenda og sjálfstæð vinnubrögð og algengustu aðferðirnar til endurgjafar eru skriflegar umsagnir og einkunnargjöf með tölustöfum. Þessir þættir hafa að einhverju leiti verið rannsakaðir áður í grunnskólum landsins en ekki hefur sérstaklega verið beint sjónum að námsgreininni Hönnun og smíði. Þessar niðurstöður gefa hugmyndir um tilhögun námsmats á vettvangi en þar er þó nánast óplægður akur sem væri spennandi að skoða nánar.

Samþykkt
13.7.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
lokaverkefni_hulda... .pdf1,07MBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna