ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12649

Titill

Tillögur stjórnlagaráðs að ákvæði í stjórnskipunarlögum um framsal ríkisvalds til alþjóðastofnana

Skilað
Október 2012
Útdráttur

Fjallað um óskráða meginreglu sem valdframsal hefur verið byggt á við undirritun EES samningsins og Schengen samstarfið og stuttlega vikið að tvíeðliskenningunni í þjóðarétti. Þá er aðdragandi stjórnlagaráðs skoðaður og tillögur ráðsins að ákvæði í stjórnskipunarlögum um framsal ríkisvalds til alþjóðastofnana skoðaðar og hvort þörf sé á slíku ákvæði. Tillögurnar eru bornar saman við norrænan rétt og réttarstaða varðandi sambærileg efni í Danmörku, Noregi og Svíþjóð skoðuð.
Ljóst er að lengi hefur verið kallað eftir endurskoðun stjórnarskrárinnar og hugmyndir hafa verið uppi um að setja framsalsákvæði í stjórnarskrána um nokkurn tíma. Flestir fræðimenn eru sammála um að vöntun hefur verið á slíku ákvæði. Orðalag tillögunnar frá stjórnlagaráði er nokkuð sambærilegt við norrænan rétt, en helsti munurinn felst í því að ekki er kveðið á um aukinn meirihluta þingmanna til að samþykkja valdframsal heldur bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Þá er einnig tekið fram í tillögunum að valdframsalið sé afturkræft, en ekki er kveðið á um það í ákvæðum hinna Norðurlandanna.

Samþykkt
30.7.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Brynhildur_BAritgerð.pdf190KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna