is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1264

Titill: 
  • Fiskistofa sem þjónustustofnun
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur þessa verkefnis er að kanna þjónustugæði Fiskistofu. Fiskistofa er þjónustu og eftirlitsstofnun sem annast framkvæmd laga og sér um efirlit með stjórn fiskveiða. Leitast er við að svara spurningunni: “Uppfyllir Fiskistofa þau þjónustugæði sem hún hefur sett sér að uppfylla?”
    Þjónusta er flókinn ferill sem samanstendur af ætlunarverki, ferli og frammistöðu. Þjónustu er að finna á flestum sviðum samfélagsins en tilkoma hennar getur verið ólík. Bæði einkafyrirtæki og opinberar stofnanir veita þjónustu, þó hún sé byggð á ólíkum grunni. Einkafyrirtækin styðjast við eigið fjármagn og geta valið hvaða þjónustu þau hafa í boði en opinberar stofnanir eru reknar af ríkisfé og þjónusta þeirra er oft tilkomin til að þjónusta lög og reglugerðir þó svo þau hafi eitthvert val um hvaða þjónusta er í boði. Undanfarin ár hefur mikið af þjónustu ríkisins verið færð frá hinu opinbera og yfir til einkafyrirtækja og rekstur ríkisfyrirtækja líkist sífellt meira rekstri einkafyrirtækja.
    Mikilvægt er fyrir fyrirtæki og stofnanir að gera sér grein fyrir væntingum viðskiptavina sinna til þess að þau geti uppfyllt þær og verið með há þjónustugæði, til þess þurfa þau mótaða stefnu.
    Fiskistofa hefur nýlega skrifað undir árangurstjórnunarsamning við sjávarútvegsráðuneytið unnið hefur verið að uppfærslu stefnu stofnunarinnar eftir hugmyndafræði stefnumiðaðs árangursmats. Takist innleiðing þess sem skildi er stofnunin með mælitæki á framgang stefnunnar sem hún hefur sett sér, stjórntæki þar sem niðurstöður mælinga gefa vísbendingu um þróun mála og samskiptatæki við starfsfólk. Tilkoma verkefnisins kemur frá mælikvarðanum orðstír í stefnumiðuðu árangursmati Fiskistofu.
    Framkvæmd var viðhorfskönnun meðal útgerðaraðila sem samanstóð af 24 spurningum sem snúa að þjónustu og ímynd stofnunarinnar. Niðurstöður eru almennt jákvæðar og útgerðaraðilar sáttir við framkvæmd þjónustunnar sem í boði er, ljóst er að Fiskistofa uppfyllir þau þjónustugæði sem hún hefur sett sér. Traust og viðhorf til stofnunarinnar kom þokkalega út en ljóst er að fara þarf yfir ferla og sýnileika Fiskistofu með það að markmiði að auka jákvæðni í hennar garð og efla traust.
    Lykilorð: Þjónusta, Útgerðaraðilar, Viðhorfskönnun, Fiskistofa, Stefnumótun (stefnumiðað árangursmat).

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri
Samþykkt: 
  • 1.1.2004
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1264


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
fiskistofa.pdf492.37 kBTakmarkaðurFiskistofa - heildPDF
fiskistofa_e.pdf60.34 kBOpinnFiskistofa - efnisyfirlitPDFSkoða/Opna
fiskistofa_h.pdf111.65 kBOpinnFiskistofa - heimildaskráPDFSkoða/Opna
fiskistofa_u.pdf151.87 kBOpinnFiskistofa - útdrátturPDFSkoða/Opna