ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Bifröst>Viðskiptadeild>Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS)>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12654

Titlar
  • Þurrkhús Nesfisks

  • en

    Nesfiskur stockfish drying plant

Skilað
Júní 2012
Útdráttur

Hausar og hryggir eru aukaafurðir af fiski sem farið er að nýta mun betur, þurrkun er ein helsta aðferðin sem notuð er til þess að verka þetta hráefni. Útflutningur ósaltaðra þurrkaðra
fiskafurða hefur aukist mikið á undanförnum árum. Árið 2010 voru fluttar út ósaltaðar þurrkaðar fiskafurðir fyrir rúma 10 milljarða króna, miðað við tæpan milljarð árið 1999.
Nígería er nánast eini markaðurinn sem kaupir þessar afurðir og því mjög mikilvægt að halda fast í þann markað og hjálpa honum að vaxa og dafna.
Hausar eru afurð sem fyrirtæki hafa lært að nýta enda liggja mikil verðmæti í honum, frystitogarar eru farnir að hirða hausa í auknu mæli til þurrkunar, en áður fyrr var þessu öllu
hent þar sem lítið var um pláss og lítið verðmæti fékkst fyrir hausana. Á árum áður var allt þurrkað utandyra en með nýrri tækni og þróun hefur mest öll þurrkun verið færð inn og eru um 25 fyrirtæki starfandi við þurrkun í dag. Mikil eftirspurn er eftir þurrkuðum fisk og vill markaðurinn meira.
Niðurstöðurnar liggja í því að núverandi þurrkun hjá Nesfiski er orðin of lítil og ræður illa við þá toppa af hráefnum sem koma að grípa þarf til aðgerða, ekki er mögulegt að stækka á núverandi stað þar sem þurrkunin er staðsett í miðju bæjarfélagi þar sem lykt sem stafar af þurrkuninni er bæjarbúum til ama og er það krafa frá samfélaginu að lyktin hverfi á braut sem allra fyrst.
Nesfiskur hefur því þrjá möguleika í stöðunni sem stendur, byggja nýja verkun á stað þar sem lykt er ekki vandamál, selja út til verktaka þurrkunina og pakka sjálfir í gámana og selja eða
einfaldlega selja allt aukahráefni sem er þurrkað til annarra aðila í sömu grein.

Athugasemdir

Ritgerðin er lokuð til júní 2022

Samþykkt
31.7.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Þurrkhús Nesfisks.pdf1,4MBLæst til  1.6.2022 Heildartexti PDF