is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12660

Titill: 
  • Erfiðleikar SAS
  • Titill er á ensku Difficulties SAS airlines
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Flugfélagið SAS er eitt af rótgrónu flugfélögunum í heiminum. Það hefur verið við lýði fremur lengi og því upplifað þá þróun sem orðið hefur í fluggeiranum síðustu ár. Í ritgerðinni verður skoðað hvernig flugfélaginu hefur gengið í þeim öldusjó sem flugheimurinn er og ástæðna fyrir slæmu gengi leitað. Það verður gert t.d. með því að fara yfir sögu og stöðu SAS, sögu flugsins í Evrópu og helstu ákvarðanir stjórnenda fyrirtækisins.
    Aðferðafræðinni sem verður beitt er upplýsingaöflun þar sem safnað er saman gögnum úr ýmsum áttum, t.d. ársskýrslur, blaðagreinar, heimasíður flugfélaga sem og aðrar heimasíður o.fl. til þess að afla gagna og talna um viðkomandi efni. Einnig voru notaðar eigindlegar aðferðir við gagnaöflun eins og viðtöl úr blaðagreinum, til að fá sem nákvæmasta mynd af veruleikanum í flugheiminum. Ekki verður leitast við að kafa ofan í eitthvað eitt atriði, heldur reynt að skoða yfirborðið, heildina og söguna til þess að fá sem mesta yfirsýn yfir hvernig SAS hefur verið rekið síðustu ár, sem og hvernig það er rekið í dag.
    Ýmis hugtök tengd flugrekstri koma við sögu og eru þau skýrð út jafnóðum og þau koma fyrir. Þar má t.d. nefna hugtök eins og: Alþjóðasamtök Flugfélaga, Alþjóðaflugmálastofnun, Evrópusambandið, leiðarkerfi, afnám samkeppnishafta, heimahöfn, tekjustjórnun, lágfargjaldaflugfélag, full –þjónustu flugfélag, leiguflugfélag, bandalög flugfélaga, einkavæðing, ríkisfyrirtæki, markaðshlutdeild, stefnumótun, hagræðing, stéttarfélag, sjálfbær þróun, samfélagsábyrgð og fleiri hugtök í tengslum við efnið.
    Helstu niðurstöður eru þær að SAS hefur átt erfitt með að aðlaga rekstur sinn að breyttu umhverfi með opnun markaða og afnámi samkeppnishafta í Evrópu sem lauk 1993. Í framhaldinu var farið út í miklar fjárfestingar í stað þess að taka til í eigin rekstri. Ör forstjóraskipti og stefnuleysi hefur kostað flugfélagið mikla fjármuni, þrátt fyrir að reksturinn hafi verið einfaldaður á allra síðustu árum.

Samþykkt: 
  • 31.7.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12660


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Erfiðleikar_SAS-BS_Ritgerð-14_Ein-Róbert_Ágústsson-Bifröst_Vor_2012.pdf1.08 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna