ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Bifröst>Viðskiptadeild>Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS)>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12668

Titlar
  • Eru reglur um markaðssetningu og dreifingu bjórs erfiðar innlendum framleiðendum?

  • en

    Do limits to marketing and distribution of beer in Iceland adversely affect domestic producers?

Leiðbeinandi
Skilað
Júní 2012
Útdráttur

Markmið ritgerðar er að kanna það hvort reglur um markaðssetningu og dreifingu bjórs séu innlendum framleiðendum erfiðar. Hvert er ferlið sem þeir þurfa að fara í gegnum áður en vara þeirra nær að komast í hillur verslana ÁTVR. Árangur í viðskiptum byggist á því að neytendur viti af vörunni og kaupi hana. Hvað geta bjórframleiðendur gert þegar kemur að því að miðla upplýsingum til neytenda? Við heyrum gjarnan þær fréttir að íslenskum bjórframleiðendum sé settur stóllinn fyrir dyrnar í því að koma afurð sinni á markað en er það rétt? Til þess að fá betri sýn á þeirra stöðu voru tekin viðtöl við þrjá bjórframleiðendur og þeir meðal annars spurðir út í það hvernig þeir ná að kynna vörur sínar og hvernig þeim hefur gengið að koma vöru sinni í verslanir ÁTVR.
Höfundur komst að þeirri niðurstöðu að reglur um markaðssetningu og dreifingu bjórs eru innlendum framleiðendum frekar erfiðar. Dreifingarfyrirkomulag eins og það er í dag er kostnaðarsamt fyrir framleiðendur á landsbyggðinni sem og ÁTVR. Það kostar peninga og tíma að vera að flytja sömu vöruna fram og til baka. Stjórnvöld gera innlendum bjórframleiðendum erfitt fyrir þegar kemur að markaðssetningu þar sem hér á landi er bann við áfengisauglýsingum. Ef lög um bann við áfengisauglýsingum verða hert eins og er nú til skoðunar á Alþingi, þá er hætta á að innlend framleiðsla verði í vanda þar sem staða þeirra í miðlun upplýsinga verður þá afar takmörkuð. Erlendir framleiðendur muni áfram geta auglýst hér á landi til dæmis í gegnum erlenda sjónvarpsmiðla. Þetta er mikið áhyggjuefni hjá innlendum framleiðendum sem telja að auglýsingabannið muni hefta samkeppni hér á landi og þá fyrst og fremst á milli innlendra og erlendra bjórframleiðenda.

Athugasemdir

Ritgerðin er lokuð til 2062

Samþykkt
31.7.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
BS_Rigerð_IngunnAl... .pdf1,14MBLæst til  1.7.2062 Heildartexti PDF