is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1266

Titill: 
  • Daufur er barnlaus bær : saga leikskólans á Grenivík
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Á Grenivík, litlu sjávarþorpi við austanverðar Eyjafjörð er leikskóli sem ber nafnið
    Krummafótur og var tekinn í notkun árið 2000. Þessi ritgerð fjallar um hann og
    hvernig leikskólamálum var háttað á Grenivík fyrir hans daga.
    Fyrst er þó rakið í stuttu máli hvernig uppeldisstarfi var háttað á Íslandi og sagt frá
    því hvernig leikskólastarf þróaðist fyrir tilstilli Barnavinafélagsins Sumargjafar í
    Reykjavík og Kvenfélagsins Hlífar á Akureyri.
    Sagt er frá sögu Grenivíkur og fyrstu tilburðum fólks þar við að koma upp leikskóla
    þegar atvinnuhættir tóku að breytast á seinni hluta síðust aldar og höfn kom á
    Grenivík og frystihús í framhaldi af því. Konur í Kvenfélaginu Hlín á Grenivík eiga
    heiðurinn af því að stofnaður var leikskóli. Þær fóru á fund hreppsnefndar og þegar
    hreppsnefndin tók við sér fóru hjólin að snúast. Leikskólinn var fyrst í gömlu aflögðu
    verslunarhúsi KEA. Það átti að vera bráðabrigðalausn, en þar var hann í 17 ár.
    Hér segir í stórum dráttum frá starfi og starfsmönnum Krakkabúðar, eins og
    leikskólinn hét í gömlu búðinni, og hvernig nýir tímar runnu upp þegar loksins var
    byggður nýr leikskóli Leikskólinn Krummafótur. Síðasti hluti ritgerðarinnar fjallar um
    innra starf hans.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri
Samþykkt: 
  • 1.1.2006
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1266


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
daufur.pdf1.92 MBTakmarkaðurDaufur - heildPDF
daufur_e.pdf110.81 kBOpinnDaufur - efnisyfirlitPDFSkoða/Opna
daufur_h.pdf131.03 kBOpinnDaufur - heimildaskráPDFSkoða/Opna
daufur_u.pdf68.31 kBOpinnDaufur - útdrátturPDFSkoða/Opna