is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísindadeild > Meistarverkefni í félagsvísindadeild (MA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12686

Titill: 
  • Internetið, hrunið og menningarumfjöllun
  • Titill er á ensku The Internet, the financial crash and culture in Icelandic media
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Ástæður þess að ég hóf upphaflega athugun á menningarumfjöllun má rekja til þess að ég hafði, ásamt samstarfsfólki í óperu- og tónlistarstarfsemi, áhyggjur af meintu áhugaleysi fjölmiðla. Breytingar höfðu átt sér stað, ekki síst eftir efnahagshrunið 2008. Burðarbiti í íslenskri menningarumfjöllun, Lesbók Morgunblaðsins, hvarf af sjónarsviðinu og almennt mátti sjá minnkandi menningarumfjöllun og listgagnrýni. Eftir stóð Rás 1 með svipaðar menningaráherslur og fyrir hrun.
    Eftir að tilraunir til að stofna menningarfjölmiðil á netinu höfðu farið út um þúfur gafst möguleiki á að stofna slíkan miðil sem menningarvefhluta á netmiðlinum pressan.is. Menningarpressan var opin fyrir alla menningarumfjöllun, hvort sem hún var byggð á markaðslegum áherslum eða jaðarmenningu. Eðli móðurmiðilsins reyndist þó fjötur um fót og auglýsendur sneru baki við honum í kjölfar mistaka í efnistökum á Pressunni. Menningarpressan var í höndum rannsakanda í rúmt ár. Mikill áhugi var fyrir umfjölluninni samkvæmt mælingum. Auðveldara virtist að reka slíkt vefsvæði í samstarfi við fréttamiðil með góða dreifingu. Tilraun til að stofna slíkt svæði á mun smærri netmiðli hefur náð til mun færri menningarneytenda. Mælingar sýndu einnig að þótt mikið sé um menningarfréttir og menningarumfjöllun í prentmiðlum rati einungis brot af því á netmiðla sömu fjölmiðlafyrirtækja. Netnotkun er mikil, einkum meðal ungs fólks. Því nær stór hluti menningarumfjöllunar ekki til þess hóps.
    Nýting netsins er árangursrík leið til að ná til fólks og virðist henta til miðlunar menningarfrétta. Eigi að síður hafa stærstu netmiðlar landsins og RÚV ekki lagt áherslu á nýtingu vefsins til flutnings menningarfrétta í skjóli þess að af því sé ekki markaðslegur ávinningur enda bundið í lögum að auglýsingar skuli ekki birtast á vefnum ruv.is (Lög um Ríkisútvarpið ohf nr. 6/2007 ). Um þriðjungur efnis prentmiðla er menningarumfjöllun og umtalsverður hluti auglýsingatekna er tengdur menningarstarfsemi. Erfitt er því að sjá ástæður þess að þetta skili sér ekki yfir á vefmiðlana.
    Mælingar benda til mikillar grósku í menningarstarfsemi á Íslandi og almennt til góðrar aðsóknar og menningarneyslu. Eftir hrun virðast Íslendingar í auknum mæli leita á náðir menningarinnar. Í samræmi við það hefur umfjöllun um menningu í fjölmiðlum aukist. Enn er þó menningarumfjöllunin mjög ómarkviss á netmiðlum og í litlum mæli. Svör fólks í menningarstarfsemi við spurningum tengdum menningarumfjöllun sýna að það hefur miklar áhyggjur af gæðum umfjöllunarinnar. Listgagnrýni og upplýsing um menningu almennt virðist hafa hrakað, ekki síst í kjölfar hruns, þó að umfjöllunin virðist vera að færast aftur í fyrra horf hvað magn varðar.

Samþykkt: 
  • 1.8.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12686


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Gunnar Guðbjörnsson -Lokaskjal.pdf1.13 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna