ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Bifröst>Félagsvísindadeild>Meistarverkefni í félagsvísindadeild (MA)>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12687

Titlar
  • Skiptir menningin máli? : hverjar eru rætur og samfélagsleg áhrif uppbyggingar á sviði menningar og lista í fámennum samfélögum að mati samfélagsfrumkvöðla?

  • en

    Does culture matter? : what is the motivation for the development of arts and culture in a small community and what is their socioeconomic impact in the view of social entrepreneurs?

Skilað
Júní 2012
Útdráttur

Markmið þessarar rannsóknar er að kanna viðhorf frumkvöðla á þremur stöðum á landsbyggðinni til uppbyggingar atvinnustarfsemi á sviði menningar og lista. Leitað er eftir ástæðum þess að uppbyggingin hófst og hvort og þá hvaða áhrif atvinnustarfsemi á sviði menningar og lista hefur á samfélagið að þeirra mati, út frá eftirtöldum þáttum: Ímynd og sjálfsmynd; menntun og námsvali ungs fólks; starfsmöguleikum; fjölbreytni starfa og lífsgæðum. Rannsakandi valdi tilviksrannsókn sem rannsóknarsnið. Tekin eru viðtöl við átta einstaklinga sem komið hafa að uppbyggingu atvinnustarfsemi á sviði menningar og lista á Hólmavík, Siglufirði og Seyðisfirði. Viðtölin eru þemagreind og eru níu þemu mest áberandi að greiningu lokinni. Mat viðmælenda er að uppbygging á sviði menningar og lista hafi jákvæð áhrif á samfélagið. Sjálfsmynd íbúa styrktist og ímynd samfélagsins breytist á jákvæðan hátt. Ný störf hafa orðið til í tengslum við uppbygginguna og líkur benda til að afleidd störf hafi skapast í ferðaþjónustu. Uppbyggingin hefur aukið á fjölbreytni í störfum og starfsmöguleikum á svæðunum. Hafa þessar breytingar jákvæð áhrif á gæði samfélagsins. Vísbendingar eru um að uppbyggingin hafi áhrif á námsval ungs fólks. Niðurstöður gefa margar áhugaverðar vísbendingar um áhrif atvinnuuppbyggingar á sviði menningar og lista sem athyglivert er að skoða nánar með frekari rannsóknum. Þær geta einnig haft hagnýtt gildi fyrir sveitarfélög sem líta til atvinnuuppbyggingar á sviði menningar og lista.

Athugasemdir

Ritgerðin er lokuð til 2062

Samþykkt
1.8.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Ritgerð Ragnheiður... .pdf1,35MBLæst til  1.7.2062 Heildartexti PDF