ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Bifröst>Félagsvísindadeild>Meistarverkefni í félagsvísindadeild (MA)>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12688

Titlar
  • Lýðræðið handan þjóðríkisins : stjórnarskrártryggð og Evrópusambandið

  • en

    Democracy beyond the nation state : constitutional patriotism and the European Union

Skilað
Júní 2012
Útdráttur

Í þessu verki hefur verið skoðað hvort stjórnarskrártryggð geti nýst til þess að lýðræðisvæða Evrópusambandið. Í því samhengi hafa kenningar um lýðræði og þjóðernishyggju verið sérstaklega til skoðunar. Lýðræði hefur verið skoðað í samhengi frjálslynds fulltrúalýðræðis en þjóðernishyggjan út frá stöðu þjóðríksins.
Einnig hefur verið farið yfir evrópusamrunann og hvernig lýðræðisleg ákvarðanataka hefur birst í honum.
Hugmyndin um frjálslynt fulltrúalýðræði hefur verið ráðandi á Vesturlöndum en samhliða þeirri hugmyndafræði hefur þjóðernishyggja verið mikil áhrifavaldur á þjóðríkið. Sýnt hefur verið fram á að nauðsynlegt sé að horfa á þessar hugmyndir í
nýju ljósi ef samræða á milli þjóða Evrópusambandsins á að eiga sér stað, en það er forsendan fyrir því að skoðanamyndun eigi sér stað og þannig gætu ákvarðanir sem teknar eru hjá Evrópusambandinu öðlast aukið lögmæti. Í evrópusamrunanum var í
upphafi ekki lögð mikil áhersla á þátttöku almennings, sem skýrir að einhverju leyti áhugaleysi almennings um að vera þátttakendur í evrópskri umræðu.
Þjóðernishyggjan hefur verið sterkt stjórnmálalegt afl í ríkjum álfunnar en í ritgerðinni er bent á að þjóðríkið á við vandmál að stríða sérstaklega í ljósi hnattvæðingar. Sjálfsmynd einstaklinga þarf að taka breytingum til þess að þeir geti verið þátttakendur í stjórnmálalegri umræðu á milli þjóða Evrópusambandsins, það er
líka forsenda fyrir því að opinber vettvangur geti myndast. Stjórnarskrártryggð, sem leggur áherslu á hefðir, venjur og framkvæmd lýðræðislegrar ákvarðanatöku, gæti verið tæki sem Evrópusambandið notast við til þess að komast að lýðræðislegum
niðurstöðum.

Athugasemdir

Ritgerðin er lokuð til júní 2014

Samþykkt
1.8.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Hlöðver Ingi Gunn... .pdf678KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna