ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Bifröst>Félagsvísindadeild>Meistarverkefni í félagsvísindadeild (MA)>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12692

Titlar
  • Framhaldsnám í stjórnun og áhrif þess á starfshætti skólastjóra

  • en

    Graduate studies in school management and the impact it has on principals practices

Skilað
Júní 2012
Útdráttur

Markmiðið með þessari rannsókn var að skoða hvort og þá hvernig stjórnunarnám breyti starfsháttum skólastjóra eða með öðrum orðum hvort aukin þekking og breytt viðhorf sem væntanlega leiða af náminu, nægi til að breyta í raun og veru því sem skólastjórar gera. Rannsóknin var eigindleg viðtalsrannsókn og byggð á viðtölum við fimm skólastjóra og rýnihópa skólunum sem skólastjórarnir störfuðu í. Gögnum var auk þess safnað með því að kanna vefsíður skólanna.
Rannsóknarspurningarnar voru þrjár:
 Hvert er inntak þess stjórnunarnáms sem íslenskir háskólar bjóða upp á til MA-eða M.Ed.-gráðu?
 Að hvaða marki og á hvern hátt breytir framhaldsnám í stjórnun hugmyndum skólastjóra um starf sitt og um eðli grunnskóla sem stofnana?
 Að hvaða marki og á hvern hátt breytir framhaldsnám í stjórnun starfsháttum skólastjóra þannig að störf þeirra taki mið af inntaki námsins?
Niðurstöður rannsóknarinnar bentu til þess að námið hafi mikil áhrif á hugmyndir og viðhorf skólastjóranna en að minna leyti það hvernig þeir nálgast verkefni sín. Þannig hefur það áhrif á hugmyndir þeirra um starf sitt og uppbyggingu skólans sem stofnunar. Hins vegar er erfitt að fullyrða nokkuð um það að námið hafi bein áhrif á starfshætti þeirra að því marki að það skili sér inn í kennslustofu. Þó verður að líta til þess að skólastjórarnir hafa ekki verið lengi í starfi eftir að námi lauk og þannig gætu áhrif námsins ennþá átt eftir að koma fram í starfsháttum þeirra.

Samþykkt
1.8.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
lokaskilMA.pdf922KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna