is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Meistaraverkefni í viðskiptadeild (MS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12695

Titill: 
  • Fjarþjónusta á heilbrigðissviði : fjargreining hlaupastíls - viðskiptaáætlun
  • Titill er á ensku Online Running Analysis : Buisness Plan
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Mikill niðurskurður í opinberum framlögum til heilbrigðisþjónustu í kjölfar efnahagskreppunnar á Íslandi hefur gert það að verkum að rekstrargrundvöllur einkarekinnar sjúkraþjálfunar fer versnandi. Ekki er útlit fyrir að hið opinbera hækki framlög til heilbrigðisþjónustu á næstu misserum og er líklegra að þau lækki enn frekar bæði að raungildi og í krónutölu. Það er því mikilvægt að leita nýrra tekjuleiða sem ekki byggja á kostnaðarþátttöku Sjúkratrygginga eða annarra opinberra aðila. Fjarþjónusta yfir netið gæti verið ein af þeim leiðum sem hægt væri að fara til að slá stoðum undir rekstur einkarekinnar sjúkraþjálfunar og skapa ný störf fyrir sjúkraþjálfara.
    Höfundur verkefnisins er sjúkraþjálfari með áralanga reynslu af greiningu og meðhöndlun íþróttameiðsla. Hann leggur stund á langhlaup og hefur unnið við hlaupagreiningu í þeim tilgangi að bæta árangur hlaupara og minnka meiðslahættu þeirra. Hlaupagreining er ein af þeim leiðum sem hlauparar geta farið til að auka vellíðan sína í hlaupum, minnka meiðslahættu og bæta árangur í keppnishlaupum.
    Tilgangur þessa verkefnis er annars vegar að kanna hvort raunhæft sé að bjóða upp á fjargreiningu hlaupastíls yfir netið og hins vegar hvort rekstrargrundvöllur sé fyrir þannig þjónustu.
    Verkefnið gengur út á að skoða markað fyrir fjargreiningu hlaupastíls í Bandaríkjunum þó svo að markaðurinn sé í raun allur enskumælandi hlaupaheimurinn. Kannað er hvaða aðilar bjóða upp á greiningu hlaupastíls, bæði staðbundna þjónustu og þjónustu yfir netið. Þá er kannað hvaða þættir þurfi að vera til staðar til að svona þjónusta geti gengið og rekstrargrundvöllur fyrirtækis sem býður upp á fjargreiningu hlaupastíls kannaður. Þrátt fyrir mikinn fjölda hlaupara og háa meiðslatíðni þeirra er alls óvíst hversu stór markaður er fyrir þessa þjónustu. Vegna fjarlægðar við markaðinn og stærðar hans verður fyrsta starfsár fyrirtækisins nýtt til rannsóknar á markaðnum. Þannig verður ítarleg markaðsrannsókn tilbúin að loknu fyrsta starfsári fyrirtækisins.
    Niðurstaða verkefnisins er sú að tæknilega er fjargreining hlaupastíls yfir netið möguleg. Rekstrargrundvöllur er til staðar en áhættuþættir eru margir og lítið má út af bera til að rekstrargrundvöllur sé brostinn.

Athugasemdir: 
  • Ritgerðin er lokuð til júní 2015
Samþykkt: 
  • 1.8.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12695


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS-RúnarMarinó.pdf929.62 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna