ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Bifröst>Lagadeild>Meistaraverkefni í lagadeild (MA/ML)>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12702

Titlar
  • Einkenni og flokkun efnahags- og auðgunarbrota : könnun ákvæða 248. gr. og 249. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 með áherslu á skörun og mörk þeirra

  • The characteristics and classification of economic- and enrichment offences : exploration of Articles 248 and 249 of the General Penal Code No 19/1940 emphasizing overlap and delimination

Skilað
Júní 2012
Útdráttur

Viðfangsefni þessara ritgerðar eru efnahags- og auðgunarbrot en í XXVI. kafla almennra hegningarlaga nr. 19/1940 er þeim brotategundum lýst. Leitast verður við að skilgreina einkenni og flokkun efnahags- og auðgunarbrota. Ákvæði 248. gr. og 249. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 tilheyra þessum flokki afbrota og verða þeim ákvæðum gerð sérstök skil í ritgerðinni með tilliti til einkenna og flokkun þeirra. Í framhaldi af þeirri skilgreiningu verða skörun og mörk ákvæðanna tveggja skoðuð út frá fræðilegu sjónarmiði og dómaframkvæmd af innlendum og erlendum toga. Einnig verða skoðuð mörk og skörun ákvæðanna tveggja gagnvart 247. gr. um fjárdrátt. Eftir fræðilega umfjöllun og reifun dóma er niðurstaða verkefnisins sú að fræðilega eru skýr skil á milli þessara brota og annarra sem fram koma í auðgunarbrotakafla almennra hegningarlaga. Ákvæðin eiga mörg sameiginleg einkenni en þau eru einnig ólík um margt og var leitast við að skilgreina mörkin á milli þeirra og hvernig þau geta skarast. Atvikum geta því verið þannig háttað að háttsemi, sem á ytra borði líkist tilteknu auðgunarbroti, tilheyri í raun öðru auðgunarbroti vegna þess að verknaðarlýsingin rúmast ekki innan tiltekins brots. Einnig þarf að gæta vel að aðgreiningu einhliða og tvíhliða brota. Af þessu leiðir að brotin geta skarast og samtvinnast með ýmsum hætti og mismunandi mikið. Þess vegna er brýnt fyrir ákærendur og dómastóla að huga vel að þessum atriðum þegar tekin er afstaða til málsatvika hverju sinni.

Athugasemdir

Ritgerðin er lokuð til júní 2014

Samþykkt
1.8.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
ritgerd_loka.pdf397KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna