ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12732

Titill

Umboð og skaðabótaábyrgð lögmanna

Skilað
Október 2012
Útdráttur

Eitt af megineinkennum íslensks samningaréttar er að aðilar hafa almennt frjálsræði til að stofna til samninga. Samningsfrelsið felur í sér almenna heimild manna til að velja sér gagnaðila við samningsgerð, frelsi um efni samnings og frjálsræði til að ákvarða hvort samningur skuli gerður. Sumir kjósa sér aðstoð við samningsgerð og veita öðrum umboð til að gæta hagsmuna sinna í því tilliti. Menn leita gjarnan til lögmanna með málefni sín og fela þeim umboð til að framkvæma verk fyrir sína hönd. Það gera þeir meðal annars vegna fræðilegrar þekkingar lögmanna og kröfu til atvinnustéttar lögmanna um fagleg vinnubrögð.
Efni samnings og samningsskyldur lögmanns geta verið margs konar og fer það eftir aðstæðum í hverju tilviki. Almennt hvílir athafnaskylda á lögmanni og þau verkefni sem honum eru falin rekur hann í skjóli umboðs. Vanræki lögmaður samningsskyldur sínar getur hann orðið ábyrgur fyrir tjóni sem hann kann að hafa valdið umbjóðanda með háttsemi sinni.
Hér á eftir verður vikið að reglum íslensks réttar um umboð lögmanna og leitast við að varpa ljósi á lagareglur er gilda um ábyrgð lögmanna þegar þeir vanefna samning sinn við umbjóðanda. Ábyrgð gagnvart öðrum en umbjóðendum verður ekki rædd. Áhugavert er jafnframt að skoða dómaframkvæmd er lýtur að störfum lögmanna og eins að líta til úrskurða Lögmannafélags Íslands. Til umfjöllunar verða m.a. þau sjónarmið sem dómstólar styðjast við þegar metin er skaðabótaábyrgð lögmanna og verður horft til nýlegra dóma í þeim efnum. Til athugunar verður hvort dómstólar miða við ákveðinn mælikvarða þegar ströng ábyrgð er lögð á lögmenn og þá í hvaða tilvikum vikið er frá meginreglu skaðabótaréttar um að tjónþoli beri sönnunarbyrði fyrir tjóni sínu.
Einnig verður komið inn á þýðingu lögboðinnar starfsábyrgðartryggingar lögmanna og persónulegrar ábyrgðar þeirra ef hún þrýtur og gerður samanburður við starfstéttir sem eru sambærilegar starfstétt lögmanna.

Athugasemdir

Samningaréttur

Samþykkt
15.8.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Umboð og skaðabóta... .pdf337KBLæst til  1.9.2030 Heildartexti PDF