ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12734

Titill

Sérfræðiábyrgð endurskoðenda vegna áritunar á ársreikninga fjármálafyrirtækja

Skilað
Október 2012
Útdráttur

Í þessari ritgerð er fjallað um sérfræðiábyrgð endurskoðenda vegna áritunar þeirra á ársreikninga fjármálafyrirtækja.
Í öðrum kafla er stutt umfjöllun um ársreikninga, um það hvað felst í endurskoðun á þeim og helstu reglur sem um hana gilda. Ritgerðin er takmörkuð við það starf endurskoðenda að endurskoða ársreikninga, sem er þeirra mikilvægasta hlutverk. Samkvæmt 48. gr. laga nr. 75/2010 er þeim óheimilt að sinna öðrum störfum fyrir fjármálafyrirtæki.
Í þriðja kafla er fjallað um bótagrundvöll skaðabótaábyrgðar endurskoðenda, það er sakarregluna. Þar er hvert skilyrði sakarreglunar tekið fyrir, en þau þurfa öll að vera uppfyllt svo hægt sé að dæma tjónvald bótaábyrgan.
Í fjórða kafla er fjallað um meginefni ritgerðarinnar, sérfræðiábyrgðina. Þar er í upphafi komist að þeirri niðurstöðu að endurskoðendur uppfylli í flestum tilvikum öll þau skilyrði sem uppfylla þarf til þess að sérfræðiábyrgðin gildi. Fjallað er um þær ríku kröfur sem gerðar eru til endurskoðenda um vönduð vinnubrögð og aðgæslu og þá kröfu að þeir geri sér betur grein fyrir tjóni sem af verkum þeirra getur leitt. Einnig er umfjöllun um þá tilhliðrun sönnunar sem falist getur í sérfræðiábyrgðinni tjónþolanum í vil varðandi atvik að tjóni, fjárhæð tjóns og orsakatengsl. Að lokum er fjallað um að sérfærðiábyrgðin gildir ekki aðeins gagnvart viðskiptamanni endurskoðanda heldur einnig þriðja aðila sem getur verið stór hópur mismunandi aðila.

Samþykkt
15.8.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Loka - Sérfræðiáby... .pdf263KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna