ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12736

Titill

Endurskoðunarvald dómstóla á almenningsþörf í skilningi 1. mgr. 72. gr. stjórnarskrár. Samanburður við beitingu dómstóla á 1. mgr. 75. gr. og 1. mgr. 76. gr. stjórnarskrár

Skilað
Október 2012
Útdráttur

Eignarnám telst veigamikið inngrip gagnvart eignarréttinum, sem stjórnarskrárgjafinn hefur talið tilefni til að vernda. Í 1. mgr 72. gr. Stjórnarskrár íslenska lýðveldisins nr. 33/1944 (hér eftir stjskr. eða stjórnarskráin) er eignarrétturinn lýstur friðhelgur. Til þess að eignarnám geti farið fram þurfa skilyrði um almenningsþörf, lagaheimild og fullt verð að vera uppfyllt.
Í öðrum kafla ritgerðarinnar er fjallað um þróun eignarréttarákvæðisins og leitast við að skýra inntak eignaréttarins.
Í þriðja þætti ritgerðarinnar er gerð grein fyrir eignarréttinum og þeim skilyrðum, sem þarf að uppfylla til að heimilt sé að skerða eignarrétt manna. Vikið verður að hugtakinu „almannaheill“ og hvaða hlutverki það hugtak þjónaði í hugmyndum Tómasar af Aquino um lög, í samhengi við umfjöllun um skilyrðið „almenningsþörf“ í skilningi 1. mgr. 72. gr. stjórnarskrárinnar. Þar á eftir verður fjallað um þær grunnhugmyndir, sem liggja baki því að mannréttindi eru tryggð í sérstökum mannréttindakafla stjórnarskrár.
Umfjöllun um hvers stjórnvöldum ber að gæta við eignarnám er í fjórða hluta ritgerðarinnar.
Í fimmta kafla verður skoðað vald sem dómstólar hafa til að endurskoða mat löggjafa. Í því sambandi er skoðuð dómaframkvæmd Hæstaréttar þann 19. mars 2009 (425/2008) (Brekka) og leitast verður við að svara þeirri spurningu, hvort að vald dómstóla til að endurskoða matskennd skilyrði í stjórnarskrá fari rýmkandi. Dómaframkvæmd á skilyrðum 1. mgr. 75. gr. stjskr. um almannahagsmuni og þeim réttindum sem að felast í 1. mgr. 76. gr. stjskr. hefur vakið athygli fræðimanna, og vakið upp spurningar um hvort að dómstólar hafi meira vald en fræðimenn hafa talið, til þess að endurskoða mat löggjafans. Fjallað verður um Hrd. 1998, bls. 4076 (Valdimarsdómur) og Hrd. 2000, bls. 1534 (12/2000) (Vatneyrardómur) í sambandi við dómaframkvæmd Hæstaréttar á skilyrðinu um almannahagsmuni í 1. mgr. 75. gr. stjskr. Því næst verður fjallað um Hrd. 2000, bls. 4480 (Öryrkjadómur I) og endurskoðunarvald dómstóla í sambandi við réttindin sem að kveðið er á um í 1. mgr. 76. gr. stjskr.
Í niðurstöðu er leitast við að greina hvort að dómstólar hafi gengið styttra við mat á skilyrðinu um almenningsþörf í skilningi 1. mgr. 72. gr. stjskr. heldur en við mat á skilyrðum 1. mgr. 75. gr. stjskr. og 1. mgr. 76. gr. stjskr. Þá verður litið til hugmynda Tómasar af Aquino um hvað teljist almannaheill og hvaða áhrif lög hafi, sé markmið þeirra annað en almannaheill.

Samþykkt
15.8.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
1.pdf30,9KBOpinn Forsíða PDF Skoða/Opna
Svava Gerður.pdf312KBLæst til  1.1.2020 Heildartexti PDF