is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12739

Titill: 
  • Framsal ríkisvalds til alþjóðastofnana. Þróun reglunnar um framsal ríkisvalds. Hvar liggja mörkin?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands nr. 33/1944 (stjskr.) hefur ekki að geyma ákvæði sem heimilar framsal ríkisvalds til alþjóðlegra stofnanna. Þrátt fyrir það hefur verið talið að sú óskráða regla gildi á grundvelli venju að almenna löggjafanum sé talið heimilt að framselja ríkisvald í takmörkuðum mæli og á tilteknum forsendum til alþjóðastofnana. Þessi regla hlaut brautargengi þegar EES-samningurinn var samþykktur sbr. lög nr. 3/1992 um evrópska efnahagssvæðið og hefur verið beitt oft síðan. Þá var talið að það framsal ríkisvalds sem ætti sé stað með samningunum væri innan marka þeirrar óskráðu reglu sem talin var gilda. Því var þó fjarri að samstaða væri um þá túlkun og hefur verið deilt um það síðan. Nýlega voru samþykktar reglur um samevrópskt fjármálaeftirlit hjá Evrópusambandinu sem Ísland sem og önnur EES-ríki verða að innleiða til þess að uppfylla markmið EES-samningsins um einsleitni.
    Í álitsgerð Bjargar Thorarensen og Stefáns Más Stefánssonar frá 25. apríl 2012 sem unnin var fyrir utanríkisráðuneytið, komast álitsgjafar að þeirri niðurstöðu að innleiðing reglugerða um samevrópskt fjármálaeftirlit sé ekki möguleg þar sem hún gengi gegn íslensku stjórnarskránni. Í innleiðingu þeirra felist of víðtækt og óafmarkað framsal ríkisvalds auk þess sem það sé verulega íþyngjandi. Í þessari ritgerð eru skoðar þær forsendur sem lagt var upp með og varð til þess að í tilviki EES-samningsins var komist að gagnstæðri niðurstöðu og hvernig eða hvort reglan hefur þróast. Skoðuð verða þau ákvæði stjskr. sem varða framsal ríkisvalds og fullveldishugtakið og tengsl þess við álitaefnið skoðuð.
    Niðurstaðan er sú að þrátt fyrir fremur óljóst inntak hefur reglunni verið fylgt og svipuð sjónarmið lögð til grundvallar nú og þegar EES-umræðan átti sér stað. Það sem hefur mest vægi virðist hafa við matið eru þau heildaráhrif sem framsalið skapar sem og ekki síst það framsal sem þegar hefur átt sér stað með EES-samningnum. Enn fremur breytir innleiðing reglugerðanna tveggja stoða kerfinu sem EES-samstarfið og þátttaka ríkja sem aðhyllast tvíeðli lands- og þjóðaréttar grundvalla þátttöku sína á.

Samþykkt: 
  • 15.8.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12739


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kápa -forsíða.pdf106.27 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna
Skilaeintak BA - Líf G. Gunnlaugsdottir.pdf264.78 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna