is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12753

Titill: 
  • Af öllu því sem á sér stað eru samskiptin það stórkostlegasta : leiðir kennara til að efla samskipti nemenda
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð skiptist í tvo hluta. Annars vegar er um fræðilega greinargerð að ræða og hins vegar hugmyndabanka.
    Fræðilega greinargerðin fjallar um hvernig kennarar geta unnið og hvaða leiðir þeir geta farið til að auka gæði samskipta og virkra þátttöku allra nemenda í skóla án aðgreiningar. Lagt er upp með tvær spurningar: Annars vegar hvaða máli skiptir að vinna með samskipti í skólum þegar horft er til áhrifa þess á samskipti nemenda? Hins vegar hvaða kennsluaðferðir eru góðar til að stuðla að jákvæðum samskiptum?
    Rannsóknir sýna gildi þess að vinna með samskipti fyrir nemendur því flestir geta lært og bætt sig í samskiptum við aðra. Kennsluaðferðir sem eru til þess fallnar að bæta og auka samskipti eru fyrst og fremst samvinnunám. Samvinnunám ásamt leikjum í skólastarfi er einnig góð leið til þess að virkja alla nemendur til þátttöku. Fjölbreytni í kennsluháttum og viðfangsefnum er mikilvægt atriði því engin ein kennsluaðferð er svo góð að hún henti öllum alltaf og með fjölbreytninni eru meiri líkur á að allir nái að nýta styrkleika sína í námi og í samskiptum við aðra.
    Í hugmyndabankanum sem fylgir verkinu er búið að safna saman hugmyndum sem kennarar geta notað til þess að vinna að bættum samskiptum nemenda. Þar eru meðal annars upplýsingar um samvinnunám og safn verkefna og leikja sem eru til þess fallin að virkja alla til þátttöku og vinna að bættum samskiptum.

  • Útdráttur er á ensku

    Of all affairs, communication is the most wonderful
    Methods teachers can use to increase the quality of communication between students
    This thesis is divided into two parts; a theoretical overviews and think tank.
    The theoretical part of the theses deals with which methods teachers can use to increase the quality of communication and to stimulate active participation of all students in inclusive school settings. The aim is to answer two research questions: First, what is the impact of social learning for students regarding communication between students? And second, what teaching strategies are good regarding to stimulate positive communication?
    Research have shown the value of social learning for student since most students can learn and enhance their social skills. Teaching strategies which help increasing and enhancing communication between students are first and foremost cooperative learning. Cooperative learning, along with games-based learning, are strategies that stimulate active participation of all students. One of the key factors to learning is using a wide variety of teaching strategies as no one set of strategies will work for all students at all times. To meet different needs and strength in student‘s learning, is therefore good to use broad range of teaching strategies.
    By putting together the think tank, a variety of ideas are in one place, witch teacher can use to work to improve communication. In the think tank there are for example information about cooperative learning and collection of assignments and games witch cane be used to stimulate active participation of all students as well as improve positive communication.

Samþykkt: 
  • 28.8.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12753


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Linda Larsen.pdf1.46 MBLokaður til...01.05.2042HeildartextiPDF