is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12759

Titill: 
  • Móttaka nýrra starfsmanna í leikskólum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmiðið með þessari rannsókn er að varpa ljósi á hvernig er staðið að móttöku nýrra starfsmanna í leikskóla, m.a. hvað á sér stað þegar nýr starfsmaður hefur störf í leikskóla. Spurningar sem liggja til grundvallar rannsókninni eru: Hvernig upplifir nýráðinn starfsmaður að staðið sé að móttöku hans og leiðsögn í leikskóla? Hvernig telur starfsmaðurinn að staðið sé að leiðsögn af hálfu stjórnanda fyrstu dagana og hvaða áætlanir eru gerðar um aðlögun nýliða? Telur starfsfólk að tekið sé mið af félagsauði þess við móttöku og þá með hvaða hætti?
    Um er að ræða tilviksrannsókn þar sem eigindlegri rannsóknaraðferð er beitt. Gagna var aflað með viðtölum við fjóra starfsmenn sem höfðu starfað sex mánuði eða skemur í leikskóla. Rætt var við starfmenn bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Allir viðmælendur störfuðu í fjölmennum leikskólum og höfðu þeir misjafna menntun og reynslu. Tveir viðmælendur voru leiðbeinendur, einn leikskólakennari og einn grunnskólakennari. Með viðtölunum var leitast við að fá ákveðna mynd af upplifun starfsmanna af því hvernig var tekið á móti þeim þegar þeir hófu störf í leikskólanum.
    Meginniðurstöður rannsóknarinnar sýna að það er mjög mismunandi hvernig er tekið á móti nýju starfsfólki þegar það hefur störf í leikskóla, m.a. hvort nýja starfsfólkið fær leiðsögn og gengur í gegnum skipulagt aðlögunarferli. Í rannsókninni kom fram að þeir sem fá góða leiðsögn virðast ánægðari í starfi, samskiptin verða betri við samstarfsfólkið og þeir verða öruggari í starfi. Einnig kom fram að starfsfólk er óöruggt þegar það byrjar að vinna á nýjum vinnustað. Þótt nýr starfsmaður hafi mikla starfsreynslu hefur hann þörf fyrir leiðsögn fyrstu dagana í leikskólanum sem hann er að hefja störf í.
    Í rannsókninni virtist hlutverk leikskólastjóra ekki vera mikið í móttöku nýrra starfsmanna og hann hafði falið hana öðrum. Leikskólastjórinn sýndi starfsfólkinu húsið og sagði lítillega frá starfinu þegar viðkomandi sótti um starfið en síðan var það í höndum aðstoðarleikskólastjóra eða deildarstjóra að veita starfsfólkinu leiðsögn. Öllum viðmælendum bar saman um að það hefði lítið verið tekið mið af félagsauði þeirra þegar þeir mættu á nýja vinnustaðinn. Velta má fyrir sér hvort um virkt lærdómssamfélag sé að ræða í leikskólum þar sem ekki er staðið vel að móttöku og leiðsögn starfsfólks.

  • Útdráttur er á ensku

    Reception of new employees in playschools
    The aim of the research is to investigate how new employees are welcomed at playschools when they begin working there. Some basic questions to be answered are: How does a new employee experience starting work at a new playschool? How is his/her orientation or training conducted by the preschool head teacher? Is his/her social capital considered when he/she is first hired and how is this done? The investigation involved individual case studies. Data was collected by conducting interviews with four employees who had worked for six months or less at a particular playschool one located in the city and one in a smaller towns. All the individuals worked at a large playschool and had widely different experiences. Two of them were assistant teachers, one was a playschool teacher and the last one an elementary teacher. The interviews attempted to find out how they had been received when they started their job at the playschool. The main results of the research were that there is a great deal of variation in how employees are received when they commence their work at a playschool. The mentoring for these individuals varied also greatly; in some cases there was no mentoring. The investigation showed that those who got good orientation were happier in their job. Their interaction with others and their self-confidence was better. It also became apparent that people feel insecure when they start a new job. Even though they are professionals and have a lot of experience from other playschools, they need instruction the first days of a new job.

Samþykkt: 
  • 29.8.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12759


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaeintak.pdf756.36 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna