is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12760

Titill: 
  • Svigrúm til athafna : hvaða svigrúm hafa stjórnendur og kennarar við Brautarlækjarskóla til þróunar- og umbótastarfa?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni rannsóknarinnar er greining á svigrúmi eins skóla í Reykjavík til ákvarðana og athafna sem varða dagleg störf innan hans og þróun þeirra. Greiningin byggir á greiningarlíkani Gunnars Berg um svigrúm til athafna og miðar að því að greina svigrúm skólans með hliðsjón af ytri og innri römmum hans. Ytri rammarnir vísa til svigrúmsins sem skólinn hefur gagnvart yfirstofnunum sínum og innri rammarnir vísa til svigrúmsins sem hann hefur gagnvart innra starfinu. Rannsóknarspurningin sem lögð er til grundvallar er: Hvaða svigrúm hafa skólastjórnendur og kennarar í Brautarlækjarskóla til ákvarðana og athafna sem varða dagleg störf, skólaþróun og umbætur á skólastarfinu?
    Rannsóknin byggir á eigindlegri aðferðafræði og gagna var aflað með tvennum hætti. Annars vegar með skjalagreiningu þeirra skjala sem marka ytri ramma skólans. Hins vegar með hálfstöðluðum viðtölum við þrjá stjórnendur og þrjá kennara við skólann.
    Niðurstöður skjalagreiningarinnar sýndu að skólinn hefur vítt svigrúm gagnvart yfirstofnunum sínum og niðurstöður viðtalanna sýndu að stjórnendur og kennarar töldu að stefna skólayfirvalda og framkvæmd hennar þrengdi ekki svigrúm skólans. Niðurstöður greiningar á innra starfinu sýndu að svigrúm skólans er vítt þegar horft er til viðhorfa stjórnenda, kennara og nemenda til breytinga og stuðnings við nýbreytniverkefni en hefðir, innra skipulag, álag, skortur á faglegum stuðningi, viðhorf foreldra til breytinga og lítil virkni þeirra í skólastarfinu þrengja svigrúmið.
    Flóra íslenskra menntarannsókna þar sem reynt er að leggja mat á forsendur einstaka skóla til þróunar og umbótastarfa er ekki ríkuleg. Þessi rannsókn er viðbót við þá fátæklegu flóru og veitir aukinn skilning á þeim hindrunum sem eru til staðar í skóla þegar kemur að þróunar- og umbótastarfi. Að mati rannsakanda er greining sem þessi nauðsynlegur undanfari þróunar- og umbótaáætlana svo hægt sé að sníða þær að forsendum skólans.

  • Útdráttur er á ensku

    Scope of action - How much scope do school leaders and teachers in Brautarlækjarschool have for reform and school improvement?
    The subject of this study was an analysis of the available scope school leaders and teachers in a school in Reykjavik have for making decisions and school improvements. The analysis was based on an analytical model designed by Gunnar Berg called The scope of action model. The model aims to find the available scope a school has in relation to its external and internal boundaries. External boundaries refer to the scope the school has towards school authorities and internal boundaries refer to the scope the school has towards the actual tasks and work performed within the school. The research question was: How much scope of decision making and action do school leaders and teachers in Brautarlækjarschool have which regards daily activities, school reform and school development?
    The study was based on qualitative methodology and data was gathered with document analysis of documents that define the outer boundaries of the school and with semi-standardized interviews. Three school leaders and three teachers at the school were interviewed.
    The analysis showed that the school has a wide scope of action in respect to school authorities and the results of the interviews showed that school leaders and teachers felt that the school authorities and it´s policy does not limit the scope at all. The analysis of internal work showed that the scope is wide in respect to attitudes of school leaders, teachers and students towards change and support for innovative projects and practices. But traditions, internal structure, workload, lack of professional support, parent´s views about change and little participation on their behalf narrow the scope.
    There are not many Icelandic studies that focus on school´s preconditions for development and reform work. If development and reform projects are supposed to meet the school needs some kind of analysis is necessary. It is important to increase understanding on what hinders successful school improvement and this study adds to existing knowledge in that respect.

Samþykkt: 
  • 29.8.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12760


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Svigrum_til_athafna.pdf904.34 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna