is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12765

Titill: 
  • „Mér finnst hún lokuð en samt opin“ : viðhorf nemenda til námsumhverfis
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Rannsóknin beinist að viðhorfum nemenda til ytra umhverfis skóla þ.e. skólahúsnæðis, skólalóðar og búnaðar sem nýttur er í náminu. Einnig að þeim stöðum sem skólinn nýtir sem námsumhverfi nemenda eins og t.d. útikennslustofum. Sjónum er einnig beint að því hvaða viðmið gilda fyrir hönnun skóla sem eiga að þjóna skólastarfi á 21. öldinni.
    Rannsóknin fór fram árin 2009-2011 og fylgir eigindlegum rannsóknarhefðum en einnig var megindlegri aðferð beitt. Gagna var aflað með rýnihópaviðtölum við 4-5 nemendur í 6.-7. bekk í sex skólum. Einnig eru niðurstöður úr spurningakönnun sem lögð var fyrir nemendur í fjórum af þessum sex skólum nýttar. Rannsóknin er unnin innan rannsóknarverkefnisins Starfshættir í grunnskólum á vegum Rannsóknarstofu um þróun skólastarfs, Háskóla Íslands.
    Niðurstöður rannsóknarinnar benda til að nemendur séu almennt sáttir við ytra umhverfi skóla og að þær breytingar sem þeir leggja til fari saman við þær kröfur sem talið er að þurfi að einkenna skóla 21. aldarinnar eins og gott aðgengi að tölvum, misstór rými sem taka tillit til mismunandi námsstíls og viðfangsefna hverju sinni.
    Hönnun og skipulag skóla og viðhorf nemenda til þess eru þættir sem lítið hafa verið rannsakaðir í íslenskum grunnskólum. Það er brýnt að fá fram viðhorf nemenda til námsumhverfis og geta tekið mið af þeim við skipulag skóla í þeim tilgangi að stuðla að góðri líðan nemenda og bættum námsárangri.

  • Útdráttur er á ensku

    „I think it is closed, but also open“
    The research examines student’s attitude towards their learning environment, i.e. the building, school surroundings and study-equipment. It also focuses on the spaces which schools use as learning environment, such as outdoors classrooms. Furthermore it covers the standards applied to school design in the 21st century.
    The research was conducted in 2009-2011 and applies qualitative as well as quantitive research methods. The data was collected through focus groups consisting of 4 to 5 students from 6th and 7th grade in six different primary schools. Data was also collected from questionnaires answered by students in 4 out of the 6 schools that were visited. The research was conducted within the research project: Teaching and learning in Icelandic schools, within the Research Centre on Educational Devleopment in The University of Iceland.
    The findings of the research suggest that, in general, students are quite content with the external environment of their schools. In addition the changes suggested by students match the standards of school design in the 21st century, such as access to computers and variable spaces which derive their function from the different types of learning and the subject field at any given time.
    Student’s opinion on the design and organisation of schools is a topic which has been subject in very few studies in Icelandic primary schools. It is however essential to lend an ear to the student’s perspectives when it comes to their learning environment and take their views into account when organising schools, as it will affect their well being and promote better student outcomes.

Athugasemdir: 
  • Rannsóknin er hluti af stærri rannsókn um starfshætti í grunnskólum sem unnin er á vegum Rannsóknarstofu um þróun skólastarfs. Viðfangsefni rannsóknarverkefnisins er viðhorf nemenda til námsumhverfis og fellur undir eina af sex stoðum rannsóknarinnar, námsumhverfisstoð.
Samþykkt: 
  • 29.8.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12765


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
M.Ed_aip_prent_2p.pdf1.06 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna