is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12768

Titill: 
  • Hönnun grunnskóla : hvað ræður för?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar er að varpa ljósi á þau sjónarmið sem ráða för þegar grunnskóli er hannaður, greina rætur þeirra og hvernig þeim er ætlað að birtast í ferlinu, byggingunni og skólastarfinu. Skoðuð eru þau viðmið og forsendur sem lágu að baki hönnuninni og viðhorf notenda (kennara, nemenda og foreldra) til starfs og námsumhverfis í skólanum. Þannig beinist rannsóknin að því að skoða ferla, forsendur og viðmið sem liggja að baki hönnun skóla, allt frá því að ákveðið er að byggja skóla og þar til skólastarf er komið í ætlaðar skorður.
    Verkefnið byggir á eigindlegri og megindlegri rannsókn sem gerð var í sex grunnskólum. Allir skólarnir eiga það sameiginlegt að vera hannaðir eða teknir í notkun á fyrstu árum þessarar aldar. Rannsóknin er unnin í tengslum við rannsóknina Starfshættir í grunnskólum sem er á vegum Rannsóknarstofu um þróun skólastarfs. Stuðst er við sama úrtak og hluta af gagnasafni. Rætt er við fulltrúa stjórnenda, sveitarfélags og arkitekta í hverjum þessara skóla og upplýsingar um viðhorf notenda fengin úr gögnum sem aflað er í rannsókninni Starfshættir í grunnskólum.
    Niðurstöður leiða í ljós að sveitarfélögum var umhugað um að nýjar skólabyggingar styddu við starfshætti „framtíðarskólans“, þær stuðluðu að samstarfi kennara og sveigjanlegu skólastarfi og biðu upp á skólastarf sem væri í tengslum við umhverfi og samfélag. Í hönnun skólanna komu fram einkenni klasaskóla og opins skóla en síður hefðbundins skóla. Áhersla var lögð á þátttökuferli við hönnun flestra skólanna með aðkomu notenda, hagsmunaðila og grenndarsamfélags.
    Niðurstöður benda til þess að námsumhverfi klasaskóla hæfi betur þeim kennsluháttum sem kennarar vilja almennt viðhafa og foreldrar eru einnig ánægðari með það námsumhverfi. Ekki er merkjanlegur munur á viðhorfi nemenda milli skóla til námsumhverfisins. Sú spurning vaknar hvort að kennarar hafi fengið næga ráðgjöf, þjálfun og stuðning til þess að geta nýtt sér til fulls það starfsumhverfi sem sveitarfélögin sköpuðu þeim.

  • Útdráttur er á ensku

    The design of schools
    The objective of this study is to highlight the leading aspects of school design, identify their roots and how they are appear in the design process, school building and school work. Included are the criteria for and rationale behind the design and attitudes of users (teachers, students and parents) toward the school work and learning environment. Thus, the research is directed toward examining processes, assumptions and criteria underlying the design of schools, from the time the decision has been made to build a school to the point at which the the school has developed curriculum and ethos.
    The study is based on qualitative and quantitative research conducted in six elementary schools. All the schools were designed or brought into use in the first decade of the 21st century. The study is carried out in connection with a large-scale study on teaching and learning in primary and lower secondary schools (Starfshættir í grunnskólum). The study relies on the same sample and a part of that database. Head teachers, representatives of local authorities and the architects of each of these schools are interviewed and information about the user's perceptions is derived from data obtained from Starfshættir í grunnskólum.
    The results reveal local authorities´ concerns that the new school buildings should have characteristics of 21st century learning environments, which would contribute to the cooperation of teachers, the development of flexible school work and facilitate links between the school, environment and society. The schools´ designs included classroom clusters and open-space schools. Traditional school design was rarely seen. In the design process, emphasis was placed on the input of the users, stakeholders and community Interests.
    Results indicate that the learning environment in cluster-design schools are more suited to the practices of teachers. Parents are also more satisfied with the cluster-design learning environment as compared to open-space schools. No noticeable difference is observed in the attitude of students in different school types regarding the learning environment. These results raise the question of whether or not teachers have received adequate instruction, training and support to take advantage of these work environments provided to them by the local authorities.

Samþykkt: 
  • 30.8.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12768


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
HG Honnun skola.pdf1.55 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Hægt er að fá prentað eintak keypt hjá höfundi.