is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1276

Titill: 
  • Heilsa og líðan nemenda við Háskólann á Akureyri
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Heilbrigði er grundvallar þáttur í lífi hverrar manneskju og er heilsan okkur öllum mikilvæg. Þær breytingar sem orðið hafa í okkar þjóðfélagi kalla á nýjar leiðir til úrlausna, svo hægt sé að koma í veg fyrir heilsutjón og efla heilbrigði. Til að einstaklingur öðlist heilbrigði er nauðsynlegt að hann nái vellíðan og sé fær um að þroska sjálfan sig og þá þætti sem stuðla að heilbrigði. Heilbrigði er samspil margra þátta og nauðsynlegt er að huga jafnt að líkamlegu, andlegu og félagslegu heilbrigði.
    Tilgangur rannsóknarinnar var annars vegar að kanna heilsu og líðan nemenda við Háskólann á Akureyri (HA) og hins vegar að þýða, staðfæra og prófa Functional
    Health Pattern Assessment Screening Tool (FHPAST) skimunartækið.
    Rannsóknarspurningarnar voru tvær: Hver er heilsa og líðan nemenda við HA? Hvernig nýtist FHPAST skimunartækið við söfnun heilsufarsupplýsinga á Íslandi?
    Rannsakendur gera sér grein fyrir gildi upplýsingasöfnunar sem byggir á heildrænni hugmyndafræði í hjúkrun og viðbrögðum einstaklingsins við sjúkdómum og lífsviðburðum. Þannig er auðvelt að koma auga á þætti sem geta valdið einstaklingum vanlíðan og heilsutjóni. Rannsakendur töldu það vera verðugt verkefni að kanna heilsu og líðan nemenda við HA, þar sem þetta efni hefur lítið verið rannsakað.
    Megindleg aðferðafræði var notuð við gerð þessarar rannsóknar sem felur í sér kerfisbundna söfnun upplýsinga. Þýði rannsóknarinnar var allir staðarnemendur við HA og var úrtakið 240 staðarnemendur, valdir með þægindaúrtaki. Lagður var fyrir spurningalisti með 58 lokuðum spurningum. Svör fengust frá 220 nemendum sem var 92% svarhlutfall.
    Helstu niðurstöður voru að nemendur við HA voru við góða heilsu og álitu heilsu sína mikilvæga. Karlmenn töldu sig vera við betri heilsu og voru sáttari við sjálfa sig en konur. Þá reyktu fáir nemendur og notkun ólöglegra vímuefna var lítil sem engin. Karlmenn stunduðu meiri líkamsþjálfun en aftur á móti hugðu konur meira að mataræði sínu en karlar. Yfir helmingur nemenda sögðust ekki vakna úthvíld á morgnana og fjórðungur nemenda var ekki fær um að takast á við streituþættina í lífi sínu. Helmingi fleiri konur en karlar fundu fyrir streitu spennu og álagi.
    FHPAST skimunartækið reyndist auðvelt í notkun og nemendur virtust ekki eiga í vandræðum með að svara spurningunum. Við höfum trú á því að með FHPAST skimunartækinu megi gera söfnun heilsufarsupplýsinga markvissari og með því stytta þann tíma sem fer í söfnun upplýsinga.
    Lykilhugtök: Heilbrigði, heilsa, líðan, heilbrigðisviðhorf, skimunartæki, upplýsingasöfnun.

Samþykkt: 
  • 1.1.2003
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1276


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
nemha.pdf1.67 MBOpinnHeilsa og líðan nemenda við Háskólann á Akureyri - heildPDFSkoða/Opna