is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12773

Titill: 
  • Traust : hvernig ávinna nýir skólastjórar sér traust skólasamfélagsins
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Með rannsókn þessari var leitast við að varpa ljósi á það hvernig nýir skólastjórar byggja upp traust meðal skólastarfsmanna og viðhalda því. Áhersla var lögð á sjónarmið kennara og viðfangsefnið skoðað út frá hugmyndum kennara sem hafa reynslu af stjórnun þriggja eða fleiri skólastjóra. Í rannsókninni var beitt eigindlegri rannsóknaraðferð þar sem tekin eru hálfopin viðtöl við fjóra kvenkyns kennara úr fjórum grunnskólum á Stór-Reykjavíkursvæðinu.
    Leitað var svara við spurningunni: Hvernig ávinna nýir skólastjórar sér traust skólasamfélagsins? Einnig var leitað svara við tveimur undirspurningum er tengjast viðfangsefninu: Hvað telja kennarar mikilvægt í fari skólastjóra við uppbyggingu trausts? Hver eru helstu mistök nýs skólastjóra sem geta haft neikvæð áhrif á uppbyggingu trausts?
    Í niðurstöðum rannsóknarinnar kemur fram að viðmælendur eru nokkuð sammála um hvaða þættir hafa áhrif á hvernig nýjum skólastjóra tekst að byggja upp traust í skólasamfélaginu. Sameiginleg niðurstaða kennaranna er að mestu mistök nýs skólastjóra séu að byrja að breyta um leið og hann tekur við stjórn skólans. Þeir leggja áherslu á að nýr skólastjóri þurfi að gefa sér tíma, að minnsta kosti eitt ár, til að kynnast menningu skólans og starfsfólkinu áður en farið er út í breytingar á skólasamfélaginu.
    Niðurstöður benda enn fremur til þess að mannlegi þátturinn, persónuleiki stjórnandans, athafnir og tjáning hans vegi þungt þegar nýr skólastjóri tekur við stjórn skóla. Hæfileiki skólastjórans til að treysta starfsmönnum, sýna þeim umhyggju og samkennd ásamt því að vera til staðar þegar kennarar hafa þörf fyrir að leita til hans og veita kennurum stuðning virðist hafa mikil áhrif á það hvort kennarar treysta skólastjóranum eða ekki. Viðmælendur lögðu áherslu á að hæfileikar skólastjórans til að stjórna skólanum af réttlæti og skilvirkni, og með því að dreifa ábyrgð, ásamt hæfi¬leikum hans í mannlegum samskiptum hafi mikil áhrif á það hvernig honum tekst að afla sér trausts innan skólasamfélagsins.

  • Útdráttur er á ensku

    Trust
    This study was dedicated to finding out how new school principals build trust within the school community and maintain it over a longer period. The main emphasis was on the views of teachers and the study focuses on those who have experienced working for three or more school principals. The study was based on qualitative research with interviews of four female teachers from four elementary schools in the Reykjavík area.
    The research question was:
     How do new school principals build trust within the school
    community?
    Answers to two sub-questions related to the subject are also sought:
     What do teachers consider to be important in a school
    principal’s personality when developing trust?
     What are the most common mistakes a new school principal can
    make when building trust?
    The findings of the study indicate that the participants are in general agreement about the main factors that can influence how new school principals endeavor to build trust within the school community. It also indicates that the common conclusion of interviews about the most serious mistake new school principals can make is when they attempt to start to change school cultures and practices as soon as they take charge. They also agree that a new school principal needs time, at least one year, to get to know the school culture and its employees before any changes in the school community should be implemented.
    The study´s conclusions further suggest that the human factor, the
    school principal´s personality, his actions and the way he relates to people are very important when he takes over as a leader of a new school. The ability of the school principal to trust his employees, show consideration and compassion as well as being accessible when teachers need his advice or support, in addition to supporting the teachers when difficulties arise,are important elements, when teachers decide whether or not they trust the principal. Those interviewed emphasized that school principals ability to lead the school in a just, effective way while delegating responsibility and his inter-personal skills were decisive factors in building trust within the school community.

Samþykkt: 
  • 30.8.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12773


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Traust.pdf687.13 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna