is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12791

Titill: 
  • Völundur - vísir álfa. Völundarkviða sem kennsluefni
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessa lokaverkefnis er Völundarkviða og hvernig megi nýta efni hennar til kennslu í efri bekkjum grunnskóla. Verkefnið er tvíþætt.
    Fyrri hlutinn er umfjöllun um kviðuna og efni hennar og er sá hluti einkum ætlaður sem undirstaða og ítarefni fyrir þá kennara sem kenna efnið, en ekki síður sem kveikja að auknum úrvinnslumöguleikum á textanum. Fyrsti kafli fjallar um aldur kviðunnar,uppruna hennar, varðveislu og flokkun. Kviðan er varðveitt í Konungsbók en byggir á eldra handriti og eru tínd til ýmis rök til aldursákvörðunar. Þá er rætt um hvernig beri að flokka hana, en Völundarkviða hefur i gegnum tíðina ýmist verið talin til goðakvæða eða hetjukvæða enda stendur hún á milli þeirra í handriti. Einnig er litið til bragfræði og uppbyggingar kviðunnar en áhöld hafa verið um hvort hún sé sett saman úr fleiri sögnum eða sé samin sem ein heild. Í öðrum kafla er greint frá rannsóknum ýmissa fræðimanna sem hafa tekið Völundarkviðu til athugunar og greint frá helstu niðurstöðum. Á meðal þeirra eru skiptar skoðanir um hvernig beri að túlka texta hennar og efni. Er þar allt frá hefðbundnum skoðunum til þess að einhverjir hafa séð í henni frásögn af vígsluathöfn inn í raðir galdramanna en aðrir átök milli mismunandi stétta samfélagsins. Þriðji kafli greinir frá tengslum efnis Völundarkviðu við ýmis atriði úr sögum og goðsögum er standa henni framar í aldri, eru henni samtíða og er síðar hafa komið til. Í fjórða kafla eru skoðuð nánar nokkur atriði kviðunnar og þau reifuð út frá ýmsum sjónarhornum. Má þar nefna þær konur er koma við sögu í kviðunni og stöðu þeirra, smiðinn og eðli hans auk annarra. Fimmti kafli er rýni í eðli og útlit Völundar og sjötti kafli er samantekt fyrri hluta.
    Síðari hluti verkefnisins er ætlaður til notkunar við kennslu á Völundarkviðu. Fyrsti kafli er ætlaður kennurum til leiðbeiningar en annar kafli nemendum og er þar að finna ágrip um Völundarkviðu og efni hennar. Þriðji kafli er svo texti kviðunnar með orðskýringum, endursögn og athugasemdum. Í fjórða kafla eru kynntar tvær leiðir til að vinna úr texta kviðunnar við kennslu og fylgja þar með verkefni ýmiss konar til úrlausnar.

Samþykkt: 
  • 4.9.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12791


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Völundarkviða-fors+titils.+ágrip.pdf29.86 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna
Völundarkviða - texti 1+2.pdf469.07 kBOpinnMeginmálPDFSkoða/Opna