is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12804

Titill: 
  • Háskólamenntun og stéttarfélög
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð er lokaverkefni á markaðs- og stjórnunarbraut við Viðskipta- og raunvísindasvið Háskólans á Akureyri undir leiðsögn Helga Gestssonar, lektors við Háskólann á Akureyri. Ritgerðin er metin til 12 ECTS háskólaeininga.
    Verkefni ritgerðarinnar er unnið fyrir Bandalag Háskólamanna (BHM), hér eftir nefnt BHM, og er til stuðnings við markaðsáætlun sem til stendur að framkvæma fyrir BHM í nákominni framtíð. Tilgangur verkefnisins er fyrst og fremst sá að kanna hvað það er sem háskólamenntaður einstaklingur telur mikilvægt í starfi stéttarfélaga og hvað hann telur mikilvægast við það að tilheyra stéttarfélagi innan BHM. Ekki er vitað til þess að sambærileg könnun hafi verið gerð á viðhorfum háskólamanna um mikilvægi starfs og þjónustu og því ekki hægt að bera þessa könnun saman við aðra slíka könnun.
    Vinnutilgátan sem gengið var út frá í upphafi þessarar rannsóknar er að betri starfskjör og laun ásamt aðild að sjóðum, til dæmis og sjúkra- eða styrktarsjóði, efli og auki aðdráttarafl stéttarfélaga í augum háskólamanna.
    Í rannsókninni var farið yfir grunnþættina í starfi stéttarfélaga og tengdra sjóða til að átta sig á hvernig félagsmönnum líkar við þá þjónustu sem er í boði. Sex félagsmenn, sem hafa mikla reynslu af starfi fyrir félagasamtök og eru í stéttarfélögum innan BHM, hittust á vinnufundi með skýrsluhöfundi til að fara yfir styrkleika, veikleika, ógnanir og tækifæri stéttarfélaga og þætti úr ytra umhverfi BHM.
    Eigindleg rýnihópakönnun var framkvæmd með tveim hópum háskólamenntaðra þar sem annar hópurinn samanstóð af félagsmönnum innan BHM en hinn hópurinn af háskólamönnum utan BHM. Framkvæmdin var til að komast að því hvaða spurningar væri æskilegt að nota í nánari könnun.
    Megindlegar aðferðir voru notaðar við uppsetningu umfangsmikillar símakönnunar. Ekki var auðvelt að nálgast nafnalista um háskólamenntaða Íslendinga til að að framkvæma könnun sem þessa. Því var ákveðið að notast við starfsheiti um háskólamenntun úr símaskrá ja.is. Á ja.is fundust 13.445 nöfn einstaklinga með starfsheiti sem er lýsandi fyrir háskólamenntun. Þessum starfsheitum var raðað í 7 flokka og úr þeim voru 683 einstaklingar valdir af handahófi, en þó í samræmi við upphafsstærð hvers flokks, sem viðunandi úrtak fyrir könnunina.
    Meginniðurstaða rannsóknarinnar er að góð þjónusta, betri starfskjör og laun, ásamt öflugum sjúkra- eða styrktarsjóðum efli stéttarfélög og því eigi að leggja áherslu á það við markaðssetningu. Þetta má gera með því að auka rétt til nýtingar á viðeigandi sjóðum og efla kjarabaráttuna og gera hana sýnilegri. Það er von höfundar að verkefnið nái að draga fram þau atriði sem háskólamenntuðum einstaklingum þykja áhugaverðust varðandi stéttarfélög og hvað það er sem þeir sækjast eftir með aðild að þeim. Jafnframt er vonin að þessi rannsókn nýtist vel í tengslum við vinnu við fyrirhugað markaðsátak fyrir BHM.
    Lykilorð: Stéttarfélag, háskólamenntun, réttindi, almennur vinnumarkaður, greining samkeppnisumhverfis, stefnumótun.

  • Útdráttur er á ensku

    This research project was undertaken in collaboration with The Association of Academics (Bandalag Háskólamanna, herein after referred to as BHM), in Iceland to underpin their new marketing initiative that is scheduled to be undertaken in the near future. The principal aim of the project is to investigate the views of a University educated professionals in regards to the value of being a member in a staff Union as well as what activities undertaken by these unions are the most important. This is, to the best of my knowledge, the first survey of this nature to be carried out in Iceland and thus cannot be evaluated in light of existing results.
    The working hypothesis set out for this project is that strategy aimed at improving remuneration and other work-related benefits along with effective integration of funds and other benefit packages will strengthen the position and recruitment within BHM and other unions.
    The investigation involved a review of the principal activities undertaken by unions and assessment of the union member‘s satisfaction with the services provided. Six union members with extensive experience in BHM operations joined the author in a one-day-workshop to produce a balanced evaluation of BHM strengths, weaknesses, operational opportunities and risks and how these elements may be affected by external factors.
    A qualitative (or interpreattive) focus-group survey including two groups – one consisting of BHM members and the other of non-members among staff at Icelandic Universities – was carried out to obtain views on what issues and questions are an important inclusion in a wider union-wide survey.
    Quantitative or Statistical approaches were adapted for the development of the phone-in survey deployed in this study. However, obtaining the necessary information for this type of survey, such as a complete list of university educated Icelanders, was not a simple task. Therefore, the main database used in this study was constructed from the national phone book, ja.is, by selecting all those listed with professional titles that indicated a university education. Applying these criteria, 13,445 individuals were identified as university educated professionals. These individuals were categorised into seven groups (general disciplines) based on their job title. This data set was used to randomly select 683 individuals, although weighted to the size of each group, for the phone-in survey.
    The main results of my investigation is that a business strategy aimed at securing improved work benefits and remuneration with added compensation through funds will strengthen the marketing position of BHM and other unions. This could be achieved by enhancing the rights of unions for financial development and utilization of their funds as well as strengthening the campaign for workers benefits and rights and making it more visible. It is the author‘s hope that this project addresses the issues and views that are important to the BHM members and also that the outcome of this investigation will be beneficial for the development of the new marketing initiative planned by BHM.
    Key words: Staff Unions, University education, common workplace, analysis of competitive environments, business policy.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað til 2032
Samþykkt: 
  • 4.9.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12804


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Margrét Þórisdóttir ha070493.pdf1.66 MBLokaður til...12.08.2032PDF