ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>Meistaraprófsritgerðir>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12826

Titill

Valdheimildir Fjármálaeftirlitsins við opinbert eftirlit: samkvæmt lögum nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi

Skilað
September 2012
Útdráttur

Markmið þessarar ritgerðar er að gera grein fyrir þeim valdheimildum sem Fjármálaeftirlitið hefur yfir að ráða við opinbert eftirlit, samkvæmt lögum nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi.
Í 2. kafla verður því fyrst fjallað örstutt um tilgang, hlutverk fjármálafyrirtækja, og hvers vegna nauðsynlegt er að hafa eftirlit með þeim. Næst verður fjallað um sögulegt ágrip opinbers eftirlits með fjármálamarkaði ásamt því að fjallað verður um lög nr. 87/1998, en sú umfjöllun tekur mið af uppsetningu lagabálksins. Í kjölfarið verður fjallað um stjórnsýslulega stöðu Fjármálaeftirlitsins sem sjálfstæðrar ríkisstofnunar og þau úrræði sem það hefur til að taka stjórnvaldsákvarðanir. Í lok kaflans verður stiklað á stóru með umfjöllun um yfirstjórn Fjármálaeftirlitsins, hvernig fjármögnun þess er háttað og samstarfi þess við aðrar stofnanir ásamt samskiptunum þar á milli.
Í 3. kafla ritgerðarinnar verður áhersla lögð á III. kafla laga nr. 87/1998 en þar er að finna þau almennu atriði sem Fjármálaeftirlitið hefur eftirlit með og þær valdheimildir sem það getur notast við í eftirliti sínu. Í fyrri hluta 3. kafla ritgerðarinnar verður örstutt umfjöllun um það hvernig bæði almennu og opinberu eftirliti á fjármálamarkaðnum er háttað. Því næst verður gerð grein fyrir því hvaða almennu atriði það eru sem Fjármálaeftirlitið hefur eftirlit með samkvæmt lögum nr. 87/1998, og þá sérstaklega hvernig eftirlit þess er háttað á grundvelli heilbrigðra og eðlilegra viðskiptahátta. Í seinni hluta 3. kafla verður að lokum fjallað ítarlega um þær valdheimildir Fjármálaeftirlitsins sem fram koma í lögunum hverju sinni, stöðu þeirra út frá stjórnsýslurétti og hvernig þeim hefur verið beitt í framkvæmd.

Samþykkt
5.9.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Forsíða.pdf109KBOpinn Forsíða PDF Skoða/Opna
Lokaritgerð.pdf837KBLæst til  1.1.2025 Meginmál PDF