is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12832

Titill: 
  • Tengsl félagsauðs við heilsufar Íslendinga. Úr rannsókn á íbúalýðræði á Íslandi 2007-2010
  • Titill er á ensku The relationship between social capital and the health of Icelanders Based on a study of local democracy in Iceland 2007-2010
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Félagsauður (e. social capital) er hugtak sem var fyrst notað af Hanifan árið 1916. Í hugtakinu felast áhrif þeirra félagstengsla sem einstaklingar mynda í samskiptum og það felur í sér verðmæti/auð vegna margvíslegra jákvæðra áhrifa á hagsæld, samstöðu, gagnkvæmni einstaklinga og samfélaga. Verðmætin eru gagnkvæmt traust, hjálpsemi, samvinna og tillitssemi. Ræturnar byggjast á gildismati og reynslu fólks og er að einhverju leyti sjálfstyrkjandi.
    Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvort félagsauður á Íslandi mældist breytilegur milli hópa og hvort finna mætti tengsl milli félagsauðs og heilsufars. Kannað var hvort þeir sem treysta öðrum hafi meiri áhuga á stjórnmálum, séu aðilar að og/eða virkir í félögum, séu í tíðari samskiptum við nágranna, ættingja, vini og vinnufélaga og búi við betri heilsu en aðrir.
    Rannsóknin er nýmæli hér á landi og byggir á gögnum úr rannsókn Dr. Gunnars Helga Kristinssonar prófessors um íbúalýðræði, félagsauð, þátttöku og lýðræðiskerfi íslenskra sveitarfélaga frá árunum 2007-2010. Byggt er á tilviljanakenndu úrtaki 6900 einstaklinga í 23 stærstu sveitarfélögunum þar sem tæplega 90% þjóðarinnar búa. Alls 3904 einstaklingar svöruðu, 1999 (51,2%) karlar og 1905 (48,8%) konur. Svarhlutfall var 56,6%.
    Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að félagsauður á Íslandi er breytilegur milli hópa og sjálfsmetin heilsa Íslendinga og félagsauður eru tengd fyrirbæri (p<0,001). Þeir sem treysta öðrum, hafa mikinn áhuga á stjórnmálum, eru skráðir í félög, eru virkir í félögum og eru í tíðari samskiptum við ættingja, og vina segjast vera við betri heilsu en hinir (p<0,001).
    Mikilvægt er að efla heilsu og félagsauð bæði meðal karla og kvenna. Brýnt er að rannsóknir framtíðarinnar skilgreini félagsauð betur, sýni kynjagreiningu og byggi á rannsóknarsniði sem mæli orsakasamband félagsauðs og heilsu og dýpri skilning á ástæðum þess.

  • Útdráttur er á ensku

    The concept of social capital was first crafted by Hanifan in 1916. Social capital comprises the effects of social relationships created through interaction between individuals and has value/worth based on the various positive effects that social capital can have on economic well-being, solidarity, reciprocity of individuals and societies. The value or worth is represented by mutual trust, helpfulness, cooperation and consideration. It is rooted in common values and experiences and is in some ways self-empowering.
    The aim of the study was to explore whether social capital in Iceland would measure differently between different groups and whether a connection between social capital and health could be identified. Whether those who place trust in others, are more interested in politics, are members of associations, are active within associations, communicate more frequently with neighbours, relatives, friends and colleagues, enjoy a better state of health compared to other persons.
    The study is novel in Iceland and is based on data from the research of Professor Dr. Gunnar Helgi Kristinsson on local democracy, social capital, participation, and the democratic system of Icelandic municipalities in 2007-2010. The study is based on the sample of 6900 persons, in the largest 23 municipalities in Iceland, inhabiting a total of 90% of the nation. A total of 3904 individuals responded, 1999 (51.2%) men and 1905 (48.8%) women. The response ratio was 56,6%.
    Results indicated that social capital in Iceland measures differently between different groups and there is a connection between self-rated health of Icelanders and social capital (p<0,001). Those who trust others, are interested in politics, are members of associations, are active in associations and communicate more frequently with relatives and friends, state that they are in a better state of health compared to other persons (p<0,001).
    It is important to promote health and social capital with both men and women. It is essential that future research define social capital further, includes gender based analysis and utilizes research design that will be able to conclude on causal relationships between social capital and health and thereby provide a more extensive understanding of the reasons therefore.

Samþykkt: 
  • 5.9.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12832


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Una María Óskarsdóttir (1).pdf Félagsauður og heilsa.pdf974.05 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna