is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12836

Titill: 
  • Að hafa nóg til hnífs og skeiðar. Inntak hugtaksins framfærsla í íslenskum rétti með hliðsjón af alþjóðlegum skuldbindingum
  • Titill er á ensku Bread and butter. The essence of the means of support in Icelandic law in view of international obligations
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Grundvöllur íslenska velferðarkerfisins byggist á frjálslyndri velferðarstefnu, eins og sjá má af lágum en altækum lífeyrisgreiðslum, en ber einnig sterk einkenni frjálshyggju með því að skilyrða aðstoð frá ríkinu í formi lágra tekjutengda bóta. Endurspeglast þessi stefna í því hversu lágu hlutfalli landsframleiðslu varið er til velferðar og í þeirri staðreynd að ellilífeyrisþegar, sjúklingar, einstæðir foreldrar og láglaunað barnafólk er í hættu á að lenda undir fátækramörkum. Réttur til framfærslu er margþættur og er hægt að fella margvísleg réttindi undir framfærsluhugtakið. Líf og lífsviðurværi einstaklinga felst í og tengist öllum efnahagslegum, félagslegum og menningarlegum réttindum.
    Réttur til framfærslu er stjórnarskrárvarinn í íslenskum rétti og er að finna í 76. gr. laga nr. 33/1944, stjórnarskrár lýðveldisins Íslands. Samkvæmt ákvæði 65. stjskr. skal jafnræði einstaklinga fyrir lögum tryggt og má beita því við túlkun 76. gr. stjskr. til að rökstyðja jafnan rétt allra til framfærslu samkvæmt nánari útfærslu í almennum lögum. Ákvæði 76. gr. stjskr. eru stutt og kjarnyrt, í stíl við önnur ákvæði stjórnarskrárinnar, og eru þau réttindi sem tryggja skal og aðstæður sem geta leitt til þess að réttur samkvæmt ákvæðinu raknar við, ekki tæmandi talin. Ákvæðið þarf því að túlka til þess að ákvarða hvað vernda skal og veita samkvæmt því. Í ritgerðinni var m.a. skoðað hvernig 76. gr. stjskr. hefur verið túlkuð af dómstólum sem og fræðimönnum með það í huga að skýra inntak framfærsluhugtaksins og skoða hvernig það er tryggt með íslenskum lögum.
    Leitast var við að svara þeirri spurningu hvert sé inntak framfærsluhugtaksins í íslenskum rétti. Í þessu skyni var framfærsluhugtak íslensks réttar borið saman við hugtakið í þjóðarétti sem og í rétti annarra Norðurlanda. Einnig var gerð úttekt á því í hverju skuldbindingar Íslands að þjóðarétti felast varðandi framfærslu og réttar til viðunandi lífsafkomu. Var einkum litið til alþjóðasamnings um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi varðandi samanburð en einnig annarra alþjóðlegra samninga, Evrópuréttar og hinna Norðurlandanna.

Samþykkt: 
  • 5.9.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12836


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ásta Sóley - ritgerð.pdf1.05 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna