is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12842

Titill: 
  • Drengir í textílmennt
  • Drengir í textílmennt : verkefnasafn
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni lokaverkefnisins er að skoða stöðu drengja í textílmennt og fjalla um þær kennsluaðferðir og verkefni sem líkleg eru til að auka áhuga og virkni drengja í textílmennt. Rannsóknarspurning greinargerðarinnar er þessi: Hvers vegna er hópur drengja áhugalítill um textílmennt?
    Til að svara rannsóknarspurningunni voru í viðbót við almenna heimildaöflun tekin viðtöl við sex starfandi textílkennara með víðtækan starfsaldur og reynslu. Niðurstaðan er að áhugaleysi drengja útskýrist af samspili margra þátta. Meðal áhrifaþátta eru staðalímyndir textílmenntar og karlmennsku sem og eðlislægur munur drengja og stúlkna. Textílmennt getur ekki talist stúlknamiðað fag því margt hefur verið gert til að aðlaga það að áhugasviði og þörfum drengja.
    Við rannsókn verkefnisins var skoðuð þróun textílkennslu, staða drengja í textílmennt sem og munur drengja og stúlkna. Farið var yfir kennsluaðferðir sem henta vel í getublönduðum hópum og að lokum gáfu starfandi textílkennarar innsýn í þær kennsluaðferðir og þau verkefni sem þeir telja ganga vel í textílkennslu. Meðfylgjandi er verkefnasafn þar sem tekin eru saman verkefni sem líkleg eru til að henta drengjum í textílmennt.

Samþykkt: 
  • 5.9.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12842


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Greinargerð.pdf584.57 kBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna
Verkefnasafn.pdf4.84 MBOpinnVerkefnasafnPDFSkoða/Opna