ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Hugvísindasvið>Meistaraprófsritgerðir>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12844

Titill

Við hyldýpið tengjast þræðirnir: Þýðing á völdum köflum skáldsögunnar Ef um vetrarnótt eina ferðalangur, eftir Italo Calvino, ásamt greinargerð

Skilað
September 2012
Útdráttur

Verkefni þetta er tvískipt. Fyrri hlutinn fjallar um skáldsöguna, Se una notte d‘inverno un viaggiatore eða Ef um vetrarnótt eina ferðalangur, eftir Italo Calvino og íslenska þýðingu hennar. Fjallað er um áhrif annarra texta á einstaka kafla verksins, eðli þessara áhrifa og hvernig þau berist gegnum þýðinguna. Afstaða höfundarins til ítölsku og tungumálsins almennt er skoðuð og leit höfundarins að tungumáli sem geti hvað best þýtt veruleikann í orð er meðal annars sett í samhengi við hugmyndir Georges Steiners um samband tungumáls og veruleika og Walters Benjamins um hreint mál handan tungumálanna. Síðari hluti verkefnisins felst í íslenskri þýðingu úr ítölsku á völdum köflum skáldsögunnar.

Samþykkt
5.9.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
MA-ritgerð BCA.pdf1,08MBLæst til  1.1.2112 Heildartexti PDF