ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Menntavísindasvið >B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12851

Titlar
  • Litagleði : kennsluspil fyrir myndmennt

  • Litagleði : leikur að litum : kennsluspil fyrir myndmenntakennslu

Leiðbeinandi
Skilað
Maí 2012
Útdráttur

Þessi greinargerð ásamt kennsluspili er lokaverkefni okkar til B.Ed prófs í Grunnskólakennslufræði á Menntavísindasviði við Háskóla Íslands. Yfirskriftin á verkefni okkar er Litagleði: Kennsluspil fyrir myndmennt. Við hönnuðum spilið með það í huga að ná til allra nemendahópa frá leikskólaaldri og upp úr. Fjölbreyttar kennsluaðferðir er stór hluti af aðalnámskrá grunnskóla (2012) ásamt skóla án aðgreiningar. Með þessu spili er markmiðið að bjóða upp á fjölbreyttari leið til að miðla þekkingu á litafræði. Með því að hafa stokka sem tilheyra spilinu annars vegar með myndmáli og hins vegar rituðu máli er komið til móts við bæði læsa sem ólæsa nemendur. Námsefnið sem spurningarnar fjalla um eru litafræði og hugtök sem tengjast fræðunum. Við lögðum einnig upp með að hægt er að laga spilið að því sem verið er að kenna og getur spilið þróast áfram með því að breyta spurningastokkunum. Í greinargerðinni skoðum við litafræði, lærdóm barna í gegnum leik og hve mikilvægt það er að hafa fjölbreytni í kennsluaðferðum.

Samþykkt
5.9.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Litagledi_greinarg... .pdf1,93MBOpinn Greinargerð PDF Skoða/Opna
Litagledi_kennsluspil.ppt28,8MBLæst til  8.6.2132 Fylgiskjöl Microsoft Powerpoint