is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12859

Titill: 
  • Annað líf. Er réttlætanlegt að ætla samþykki fyrir líffæragjöf?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Undanfarin ár hefur þörfin á líffærum til ígræðslu aukist enda getur nýtt líffæri í mörgum tilvikum annaðhvort bjargað lífi eða bætt til muna lífsskilyrði þess sem hlýtur það. Með aukinni þörf á líffærum til ígræðslu hefur skapast þörf til þess að taka upp reglur sem auka framboð líffæra en virða að sama skapi sjálfræði þess sem lætur líffærið af hendi.
    Reglurnar sem verða yfirleitt fyrir valinu eru annaðhvort ætluð neitun eða ætlað samþykki. Með ætlaðri neitun er gert ráð fyrir að enginn sé gjafi nema annað hafi verið tekið fram (sem er yfirleitt gert með líffæragjafakorti eða þá að nánustu ættingjar viðkomandi koma því til skila) en með ætluðu samþykki á hið gagnstæða við og allir eru gjafar nema annað hafi verið tekið fram. Þessar tvær reglur eru með sitt hvora áhersluna en með ætlaðri neitun er lögð áhersla á að vernda sjálfræði gjafans en með ætluðu samþykki er lögð áhersla á að afla sem flestra líffæra til ígræðslu.
    Til að geta tekið afstöðu með annar hvorri reglunni þarf að skoða þær með ýmis atriði í huga líkt og hvort þeim tekst að afla nægilegra líffæra til ígræðslu, hvort þær virði sjálfræði gjafans, hvernig þær hafa áhrif á aðstandendur hins látna og að lokum hvort þær séu réttlætanlegar.
    Ætluð neitun og ætlað samþykki eru þó ekki einu reglurnar sem er hægt að nota fyrir líffæragjafir því einnig er hægt að nota hugmynd heimspekingsins Robert M. Veatch um krafið svar. Þá er hver og einn beðinn um að taka afstöðu með eða á móti líffæragjöf við ýmis tækifæri, líkt og læknisheimsókn, og síðan er vilji viðkomandi skráður í þartilgerðan gagnagrunn. Með þessu móti er óþarfi að ætla annaðhvort neitun eða samþykki fyrir líffæragjöf því vilji hins látna er skráður og þá er einfaldlega farið eftir honum.
    Til að auka fjölda líffæra til ígræðslu er einnig hægt að yfirgefa eina af grundvallarreglum líffæragjafa sem bannar brottflutning líffæra úr lifandi fólki.

Samþykkt: 
  • 6.9.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12859


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Héðinn Árnasoon.pdf485.53 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna