ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Hugvísindasvið>B.A. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12872

Titill

Fyrirmyndarkonan. Staða og ímynd íslenskra kvenna 1780-1820

Skilað
September 2012
Útdráttur

Í eftirfarandi ritgerð verður farið yfir helstu einkenni fyrirmyndarkonunnar frá 1780-1820 á Íslandi. Þá verður lögð sérstök áhersla á rit séra Björns Halldórssonar Arnbjörgu sem var ætlað sem kennslurit í hússtjórn og Ræður Hjálmars á Bjargi eftir Magnús Stephensen. Þá verður gerður samanburður á þessum tveimur ritum og boðskapur þeirra borinn saman við raunverulegar íslenskar konur sem lifðu á þessum tíma. Raddir þessara kvenna eru túlkaðar og metnar í gegnum æviminningar og bréf skrifuð með þeirra hönd sem og greinar fræðimanna um þær. Einnig er notast við ferðabækur erlendra manna sem heimsóttu landið á þessum tíma í þeim tilgangi að varpa ljósi á stöðu og ímynd kvenna um aldamótin 1800.
Hér verður farið í það sem talið var til fyrirmyndar; hvaða kröfur voru gerðar til kvenna og hvaða frelsi höfðu þær til þess að fylgja sínum eigin þrám? Var lýsing séra Björns á fyrirmyndarkonunni raunhæf? Hverjar voru væntingar kvenna til lífsins? Hvað varð um þær konur sem stóðust ekki væntingar samfélagsins? Þessum spurningum verður svarað í þeim tilgangi að komast að því hver fyrirmyndarkona Íslands hafi verið fyrir tíma kvenréttindabaráttunnar, menntunar og kosningaréttar kvenna.

Samþykkt
7.9.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
BA.HrundMalin.pdf652KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna