is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12875

Titill: 
  • „Þetta var fyrsta og stærsta skrefið.“ Þróun náms- og starfsferils fullorðinna sem hefja nám að nýju
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar var að skoða hvaða þættir hafi haft áhrif á þróun náms- og starfsferils fullorðinna sem hófu nám að nýju í hinu óformlega skólakerfi. Áhersla var lögð á að skoða ástæður þess að þeir hættu í námi, hvað varð til þess að þeir hófu nám að nýju í Menntastoðum og hver ávinningur þeirra hefur orðið með náminu. Rannsóknin byggir á viðtölum við sex konur á aldrinum 26-54 ára sem luku námi í Menntastoðum vorið 2011. Niðurstöður sýna að staðsetning og skipulag námsins ásamt hvatningu fjölskyldu, vina og atvinnurekanda, hafði afgerandi áhrif á ákvörðun um að hefja nám. Þær sýna einnig að barneignir, áhugaleysi, lítil trú á eigin getu og lítil hvatning fjölskyldu og vina hafði áhrif á brotthvarf þeirra úr námi. Niðurstöðurnar benda jafnframt til þess að Menntastoðir séu góður valkostur fyrir fullorðna sem vilja fara í nám að nýju. Almenn ánægja var með námið, það efldi sjálfstraust og trú á eigin getu og varð nemendum hvatning til áframhaldandi náms. Mikilvægi rannsóknarinnar felst í því að hún getur aukið skilning á aðstæðum nemenda sem hverfa frá námi án þess að ljúka framhaldsskólaprófi og fara í nám að nýju í hinu óformlega skólakerfi, en sá skilningur getur verið gagnlegur fyrir þá aðila sem skipuleggja nám fyrir þennan hóp. Ennfremur er vonast til að niðurstöðurnar geti reynst fullorðnum, sem eingöngu hafa grunnmenntun, hvatning í að taka fyrsta og stærsta skrefið til að hefja nám að nýju.

Samþykkt: 
  • 10.9.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12875


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ÞETTA VAR FYRSTA OG STÆRSTA SKREFIÐ_GUÐRÚN_JÓNA.pdf740.67 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna