ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Hugvísindasvið>Meistaraprófsritgerðir>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12876

Titill

Germynd en samt þolmynd. Um nýju þolmyndina í íslensku

Skilað
Október 2012
Útdráttur

Meginviðfangsefni þessarar ritgerðar er eðli nýju þolmyndarinnar í íslensku sem einnig hefur verið kölluð nýja setningagerðin, nýja ópersónulega setningagerðin og nýja ópersónulega þolmyndin. Germyndartilgáta Sigríðar Sigurjónsdóttur og Maling (2001), sem spáir því að nýja þolmyndin sé germynd með ósýnilegu frumlagi, er tekin til ítarlegrar skoðunar sem og þolmyndartilgátan (sjá einkum Þórhall Eyþórsson 2008 og Jóhannes Gísla Jónsson 2009).
Tilgátan sem sett er fram um nýju þolmyndina byggir á tilgátum Halldórs Ármanns Sigurðssonar (2011) og Antons Karls Ingasonar, Legate og Yangs (2012) um að í nýju þolmyndinni sé ósýnilegt frumlag af öðrum meiði en frumlag það sem Sigríður og Maling (2001) gera ráð fyrir. Þetta eru vissulega mjög germyndarlegir eiginleikar en engu að síður er því haldið fram að af-liðir séu tækir en þeir eru einkenni þolmyndar. Að vissu leyti er þá nýja þolmyndin bæði germynd og þolmynd.
Þessir eiginleikar nýju þolmyndarinnar eru síðan sagðir einkenna fleiri setningagerðir, þolmyndarhátt ,,vera`` og ,,vera búinn``, en einnig ópersónulegu háttarsagnagerðina sem hingað til hefur fyrst og fremst verið talin til germyndar. Þessi óvæntu tengsl neyða okkur til að endurskilgreina hugmyndir okkar um þolmynd og germynd.

Samþykkt
10.9.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Einar_Freyr_Sigurd... .pdf978KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna